Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 103
í Bandaríkjunum.
97
góðu eh illu. Hann hefur Iíklega átt sæti á sam-
bandsþinginu og komið vel fram í nefndum og kom-
ið sjer vel við þá, sem hann liefur átt saman við að
sælda, eða hann hefur reynzt einlægur og fylginn
flokksmaður i pólitiskum leiðangrum í ríki sínu eða
nágrannaríkjunum, án þess þó að verða þjóðkunnur.
Að það fremur er meðfædd meðalmennska en ólán,
sem hefur valdið því, að hann hefur ekki getið sjer
orðstý, sannast á því, að þó brúnir liestar, sem hafa
komizt í hvíta liúsið,1) liafi sjaldan reynzt vondir for-
setar, þá hafa þeir enn þá sjaldnar reynzt framúr-
skarandi forsetar.
»Uppáhaldssonur« er stjórnmálamaður, sem er
virtur og mikils metinn í ríki sjálfs sín, en lílið met-
inn utan þess. Hann er venjulega maður, sem hefur
setið á þingi í ríki sínu, reynzt vcl sem landsstjóri í
því, eða verið sendur til Washington senr ráðherra
eða þingmaður frá því, og fylgt þar vel fram hags-
munum þess. Hann getur haft góða liæfilegleika,
sem ganga í augun á nágrönnum lians en elcki á
þjóðinni, eins og ljós, sem ber góða birtu í litlu her-
bergi, en væri saltvíkurtýra í kirkju.
I'að eru sjaldan fleiri en tvö, aldrei fleiri en þrjú
»átrúnaðargoð« á sama þjóðfundinum; »uppáhalds-
synirnir« eru fleiri, opt 4 eða 5 eða jafnvel 0, en
»brúnu hestarnir« geta verið hvað margir sem vera
skal, því margir, sem komið halá til tals á undan
lundinum, hafa ekki verið tekuir í kjör, og öðrum,
sem ekki hefur verið minnzt á fyrir fundinn, skýtur
upp, meðan atkvæðagreiðslurnar fara fram. Svo var
1880 á þjóðfundi samveldismanna, að James A.
Garfield fjekk ekkert alkvæði i fyrstu atkvæðagreiðsl-
unni, og ekki meira en 2 atkvæði í 34 fyrstu atkvæða-
greiðslunum, en í 36. atkvæðagreiðslunni var hann
kosinn forsetaefni ineð 399 atkvæðum.
‘) Bústaður l’orsetans í Wasliington.
7