Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 176
170
Þjóðhagir og
varnarskyldu. Afleiðingin af þessu verður því að
öllum likindum sú, að Englendingar l)íða ósigur, ef
þeir ekki verða að gefast upp óðar, þegar herkviunin
varnar þeim allra aðílutninga á matvælum.
Á dæmi þessu, sem er mjög nærri sanni, sjest,
hvílíkt þjóðarmein Englendingar hafa alið í landi
sínu með stóriðnaði sínum og aðstreymi að borgunum.
Þó vjer íslendingar sjeum nú cngin stórþjóð og
þurfum ekki að kvíða lrerkvíun, þá má þó al’ dæmi
þessu sjá, hve nauðsynlegt það er hverju landi að vera
sjálfbjarga í búnaði.
En snúum oss nú að annari stórþjóð, sem ekki
alls fyrir löngu hefir beðið mikinn ósigur, og stend-
ur þó enn þjóða bezt að vígi í efnalegu tillili, þó
fólkseklan sje lienni mjög lil meins, af því viðkoman
er svo lítil. Hvernig fóru Frakkar að bera ósigur-
inn mikla, er þeir l)iðn fyrir Þjóðverjum 1871? Hvern-
ig gátu þeir svo að segja í einu vetfangi goldið þá 5
millíarda franka, sem þeim var gert að greiða í lier-
kostnað? — Það voru smábændur Iandsins, þó ótrú-
legt þyki, scm lánuðu ríkinu mikinn hluta af þessu
geij)iljé, þessum 5 þúsundum miljóna! Og stóðu þeir
þó svo að segja jafnrjettir eptir, svo að enn eru
Frakkar liltölnlega einhver auðugasta þjóð í heimi.
Hvernig eru þá l)ændur á Frakklandi orðnir svo
fjáöir menn'? Af því þeir reka hvorttveggja i senn,
landbúnað og ýmiskonar smáiðnað. Af því að þeir
með þaulyrkju sinni á landinu Iiafa gei l svo að segja
hvern blétt í landinu að akri eða aldingarði, og af
þvi að þeir alla jafna reka jöfnum höndum landbún-
aðinn og einhverja smáiðnina.
Þó Frakkland sje nú miklum nnm stærra og
frjórra cn ísland, og þó ibúar þess skipti miljónum
og þeir framleiði miljónir króna svo þúsnndum skiftir
á ári hverju, þá getum vjer þó ef til vill lært ýmis-
legt af starl'semi og þó einkum hagsýni og sparsemi