Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 134
128
Fiskirannsóknir
mjög fcitir, með tóman maga, lifur ákaílega mikil og
tennur smáar og lausar. Þeir voru að þessu leyti
»ekta« og eins var vaxtarlagið mjög líkt, en eðlilega
voru hrogn og svil lítt þroskuð. Sama er að segja
um íisk er aflaðist í net á Sviði 22. okt. 1003. Eg
skoðaði 10 íiska. Sumir þeirra voru mjög tannsmá-
ir (»tannlausir«). En svo voru í öllum þessum íiski
nokkrir er nálguðust meira vanalegan þorsk að útliti.
Eitt má enn taka fram um þann þorsk er aflast í
net og eg hefi skoðað, hvort sem hann er »ekta«
netafiskur eða eða ekki: liturinn er ávalt liinn sami
og hinn sami og á öðrum fullvöxnum þorski, sumir
nokkuð dekkri en aðrir.
Af því sem er sagt hér að framan leiðir: 1) í
net aflast ýmiskonar þorskur, en ekki eingöngu »ekta«
netaþorskur. 2) »ekta« netaþorskur veiðist ckki ein-
göngu á vetrarvertíð, hann fæst einnig á haustin og
3) hinn rétti (»ekta«) netaþorskur er ekki í neinu þvi
frábrugðinn þorski, sem aflast á færi og láð, er gefi á-
stœðu til að álíta hann sérstakt afbrigði af þorski.
Samkvæmt því sem áður er sagt, er aðalmunur-
inn á »ekta« netaþorski og öðrum þorski aðallega
lölginn i því að hinn fyrnefndi er miklu gildari yfir-
Ieitt og tiltölulega höfuðminni, með mjórra framhöf-
uð. Að hann er yíirleitt gildari álít eg komi ein-
göngu al' því að hann er öllum þorski feitari, vöðv-
arnir (»fiskurinn«) eru þrýstnari af því að í þá hefir
safnast mikið af fitu (»skyr á milli laga«). Af þessu
verður hann gildari um sporðsmjóddina og hnaklc-
ann en annar fiskur, en höfuðið, sem er vöðvalítið,
gildnar tiltölulega minna. En þar sem þó eru nokkr-
ir vöðvar á aftanverðu höfðinu, ofan á krummanum
og kinnfiskarnir, en engir framan til, þá gildnar
höfuðið meira að aftan en að framan og verður því
tiltölulcga frammjórri en á öðrum þorski. Annars er
lögun framhöfuðsins (snjáldsins) allbreytileg á vana-