Andvari - 01.01.1912, Síða 8
II
Einar Ásmundsson.
1876. Faðir hans var Gísli Ásmundsson bóndi i Nesi
og á Gautstöðum á Svalbarðsströnd. Var hann
fæddur 1750, og andaðist í Rauðaskriðu hjá Ás-
mundi syni sínum 4. Nóvember 1835. Þeir feðgar,
Ásmundur og Gisli, voru báðir fróðleiksmenn og fóru
með ættvísi og mannfræði. Faðir Gísla i Nesi var
Ásmundur Gíslason; bjó hann og í Nesi, en einnig á
Þverá og Gautstöðum. Ásmundur var fæddur 1717,
en andaðist 20. Nóvember 1799, og er þá talinn 83
ára gamall. Faðir Ásmundar var Gisli bóndi á
Gautstöðum, sonur Sigurðar smiðs og bónda á Gaut-
stöðum Jónssonar.1) Kona Ásmundar Gíslasonar
hins eldra var Ingibjörg Þórðardóttir, Þorkelssonar
prests á Þaunglabakka, er fórst í snjóflóði 1693,
Þórðarsonar. En kona séra Þorkels var Björg dóttir
Árna bónda í Haga í Reykiadal; var Árni enn á lífi
1703, pg þá 100 ára gamall, og svo ern, að hann
gekk þá enn að slætti og sást ekki í honum liæra.
Faðir Árna var Björn á Laxamýri sonur Magnúsar í
Stóradal, Árnasonar, Péturssonar, Loplssonar, Orms-
sonar, Loptssonar hins ríka. Bróðir Bjargar var
Jón Árnason í Keldunesi faðir ()ddnýTjar móður Skúla
fógela. Voru þau Skúli og Ingibjörg kona Ásmundar
eldra því þremenningar. Kona Gísla Sigurðssonar á
Gautstöðum, og móðir Ásmundar eldra, var Herdís
Guðmundsdóttir frá Naustum í Eyjafirði, Sölvasonar.
Kona Sigurðar smiðs Jónssonar,—erfyrr bjó á Hall-
gilsstöðum, en síðan alla tíð á Gautstöðum, — og
móðir Gísla, var Randíður Ásmundsdóttir frá Melum
í Fnjóskadal, Guðmundssonar. Hún andaðisl á Þverá
8. Febrúar 1753, þá 100 ára gömul. En móðir Ás-
1) Ættartala sú, er nú kemur á eptir, er tekin eptir Hann-
isi skjalaverði Þorsteinssyni.