Andvari - 01.01.1912, Page 10
IV
Einar Ásmundsson.
ási (d. 1675), Magnússonar prests á Auðkúlu, Eiríks-
sonar prests sama staðar, Magnússonar. — Kona síra
Þorgríms Ólafssonar og móðir síra Jóns á Þórodds-
stað, var Guðrún Egilsdóttir frá Geitaskarði, Jóns-
sonar, Egilssonar sj’slumanns á Geitaskarði (d. 1559),
Jónssonar sj'slumanns á Geitaskarði, Einarssonar
sýslumanns, Oddssonar á Hvoli, Péturssonar. En
móðir Egils sýslumanns á Geitaskarði, var Ivristín
(d. 1578) Gotlskálksdóttir biskups á Hólum (d. 1520),
Nikulássonar.
Vorið 1832 fluttist Einar með íoreldrum sínum
frá Vöglum og að llauðaskriðu. Par misti Einar
móður sína 7 vetra gamall. Andaðist Guðrún 20.
Febrúar 1835, þá 37 ára gömul. Var Einar þar svo
lijá föður sínum, þar til vorið 1843, að hann fór að
Víðivöllum í Fnjóskadal til Indriða gullsmiðs Þor-
steinssonar, til að læra smiði lijá honum. Að fjór-
um árutn liðnum hafði hann lokið námi sínu.
Haustið 1817 »sigldi« hann til Ivaupmannahafnar,
og dvaldi þar næsta vetur. Fékkst hann þar við
sraíðar, en gekk jafnframt um tíma á skóla þann,
sem kallaður er Fjöllistaskóli eða »Politeknisk Lære-
anstalt«, lielzt til þess að læra uppdrátt og fleira
þessháttar. Hafði hann þá i hug að dvelja leingur
erlendis. En vorið 1848 hófst hinn alkunni ófriður
milli Danmerkur og hertogadæmanna, enda var þá
og viðar róstusamt í Norðurálfunni. Bæði fyrir at-
vinnuleysi, er leiddi af styrjöld þessari, og af því að
hann var mjög lieilsutæpur síðari hluta vetrarins og
vorið, þá fór hann um sumarið heim aptur til ís-
lands. Dvaldi hann þá til næsta vors á Víðivöllum.
En vorið 1849 fór hann austur í Múlasýslur, og
segir kirkjubók Draflastaðakirkju, að hann hafi þá