Andvari - 01.01.1912, Page 11
Einar Ásmundsson.
V
ætlað að setjast að á Eskifirði. En í manntalinu
1850 er hann talimr til heimilis á Úlfstöðum í Loð-
mundarfirði hjá Haldóri stúdent og hreppstjóra Sig-
urðssyni prests frá Hálsi í Fnjóskadal, Árnasonar.
Er Einar þá í manntalinu nefndur »silfursmiður og
vinnumaður«. En 1852 fór liann frá Úlfstöðum og
að Vallanesi, og er þá kallaður »visindamaður« í
Vallanesskirkjubók. Árið eptir, 2. Júlí 1853, kvæntist
Einar, og gekk að eiga Margrétu dóttur Guttorms
prófasls Pálssonar, og kallar Vallanessbók hann þá
»barnakennara«, enda segist Einar sjálfur hafa haft
það helzt fyrir stafni eystra að segja til unglingum
á vetrum. Sama sumar fluttist hann að austan með
konu sinni og norður að Þverá í Fnjóskadal. Bjó
liann þar síðan í 2 ár móti föður sínum, sem hafði
tlutt sig þangað þá fyrir nokkrum árum. Því næst
flutti Einar sig að Nesi í Höfðahverfi vorið 1855, og
bjó þar síðan til dauðadags.
Margrét kona hans andaðist 1863. Áltu þau
saman tvo sonu, Gunnar, kaupmann í Reykjavík, og
Guttorm, bónda á Ósi í Hörgárdal.
1868 kvæntist Einar í annað sinn, og gekk þá
að eiga Elísabetu Sigurðardóttur frá Möðrudal. Þeim
varð ekki barna auðið.
Á fyrri árum sínum var Einar hreppstjóri um 8
ár í Grýtubakkahreppi. Sættamaður var hann frá
1872 og til dauðadags. í sýslunefnd og amtsráði átli
hann sæti frá því að þær stofnanir komust á og til
dauðadags. Umhoðsmaður Möðruvallaklaustursjarða
varð liann 1882, eplir dauða Þorsteins Danielssonar
á Skipalóni, og var hann það einnig til dauðadags.
Sæmdur var hann hinu svo nefnda heiðursmerki
Danafánumanna.