Andvari - 01.01.1912, Side 12
VI
iiinar Ásmundsson.
Einar andaðist í Nesi 19. Október 1893 úr
heilabólgu.
Einar Asmundsson þótti sem bóndi fyrirtak
flestra samtiðarmanna sinna norðanlands. Þegar
hann kom að Nesi, var bygging þar fremur hrörleg
og jörðin talsvert niðurnídd. IJar bygði hann fyrst
reisulegan bæ, og síðan mikið timburhús. IJað brann
á síðari árum hans, ásamt miklum eignum, er í því
voru, — alt óvátrygt. Bvgði hann þá upp aptur, en
það fór á sömu leið, að enn brann í Nesi bús og
miklar eignir, — óvátrygt. En þrátt fyrir þessi óhöpp
og eignatjón, hefir einginn lieyrt þess getið, að eigi
stæði Einar alfær eptir.
Jarðabætur gerði Einar miklar í Nesi, og kom
þar upp æðarvarpi allmiklu, er ekkert var áður.
Hann fékk og 1883 verðlaun úr styrktarsjóði Ivristj-
áns konungs IX. fyrir framúrskarandi dugnað í bú-
skap.
Við félagsmál og þjóðmál fékkst Einar meira en
flestir aðrir bændur um bans daga. í æsku þótti
liann hljóðlyndur og dulur, en þó var hann ungur,
þegar bann fór að skipta sér af almennum málum
opinberlega. Á fj'rstu búskaparárum sínum, þegar
hann enn bjó á Þverá, ritaði hann fyrstu blaðagrein-
ar sínar í Norðra, aðra 1853 um stofnun alþjóðlegs
búnaðarfélags á íslandi, og hina 1854 um mannfundi
á íslandi. 1858 ritaði hann enn í Norðra grein um
læknaskipan hér á landi. Allar voru greinar þessar
nafnlausar eða undir dularnöfnum. Síðan ritaði hann
margar greinar, ýmist nafnlausar eða með nafni, i
Norðra og einkurn Norðanfara, á meðan það blað
stóð í blóma sínum, nær allar um einhver almenn
málefni. Komst því snenima það orð á Einar, að