Andvari - 01.01.1912, Side 14
VIII
Einar Asmundsson.
Af þingmensku hans er það styzt að segja, að
til hans þótíi þar jafnan mikið koma, bæði fyrir
margháttaða þekkingu hans, gjörhygli, og hversu alt
frá hans hendi var skilmerkilegt, Ijóst og skipulegt,
bæði þingræðnr lians og annað. Á fyrsta löggjafar-
þinginu, 1875, var hann gerður að skrifara í fjár-
Jaganefndinni, eða með öðrum orðum falið aðalslarf
nefndarinnar, sem haíði þá það hlutverk að leggja að
miklu leyti grundvöll að því sniði, formi og fellum,
sem fjárlög þingsins ælti framvegis að hafa. Það
var í fyrsta sinn, sem þingið hafði fjárlög landsins
til frjálsrar og fullrar meðferðar. Fórsl honum það
ágætlega úr hendi, og nefndarálit hans alt vottar það,
að hann liefir skilið hlutverk sitt til fulls, og vant-
aði ekki þekkinguna.
Árið 1878 var hann í utanþingsnefnd þeirri, sem
skipuð var um kirkjumál og klerka.
í héraðsmálum var Einar hinn mesli framkvæmd-
armaður. Hann var í 9 ár í stjórn Gránufélagsins.
Hann var einn af stofnendum hins Eyfirzka ábyrgð-
arfélags 1867, og var nokkur ár í stjórn þess fram-
an af. Á þeim árum hafði hann og skipaútveg til
hákallaveiða. Einn var hann af stofnendum fram-
fara- eða búnaðarfélags Grýlubakkahrepps 1867, og
var forseli þess jafnan síðan. Lestrarfélag stofnaði
hann og þar í lireppnum, og var forseli langa stund
(12) ár. Einnig stofnaði hann þar sparisjóð 1878,
og var jafnan gjaldkeri hans. Enn stofnaði hann
og alþýðuskóla þar í héraðinu, er honum tók að
líka miður við Möðruvallaskólann. Var skóli sá fyrst
í Laufási og síðan í Hléskógum. Slóð hann i nokk-
ur ár.
Ásamt Tryggva Gunnarssyni var hann liinn fyrsti