Andvari - 01.01.1912, Page 16
X
Einar Ásmundsson.
mun flestum þykja merkari en öll orð önnur, er segja
mætti um rit þetta, og er hann svona:
»Samkvæmt boðsbréfi 23. Maí 18(50, og auglýs-
ingu frá deild hins íslenzka Bókmentafélags í Kaup-
mannahöfn 18. Júní 1869 hefir deildinni nú í vor
borizt ein ritgerð um framfarir Islands, sem send er
til að vinna verðlaun þau, sem heitin voru af Bligli
Peacoclc í Sunderlandi og öðrum manni til fýrir hin-
ar beztu ritgerðir um þetta efni.
Eptir því sem fyrir er mælt í áðurnefndu boðs-
bréfi og auglýsingu, höfum vér undirritaðir embætt-
ismenn deildarinnar lesið og íhugað ritgerð þessa,
og skulum vér nú skýra félaginu frá áliti voru og
dómi um hana.
Ritgerðinni er skipt í fimm aðalgreinir eða kalla:
1. Um mentun alþýðunnar.
2. Um Iandbúnaðinn;
3. Um sjávarútveginn;
4. Um samgaungur og verzlun;
5. Um handiðnað m. m.
Oss virðist höfundurinn hafa farið í rétta stefnu
i ritgerð sinni, eptir því sem bent er á í boðsbréfi
deildarinnar, með því að víkja helzt á þessar grein-
ir, og að liann hafi þar með tekið fram hin allra
lielztu grundvallaratriði, sem koma til greina, þegar
um þetta efni er að ræða; og þó finna megi til ým-
islegt fleira, sem mætti fara orðum um, ef ætti að
fara út í æsar í svo miklu og margbrotnu efni, þá
virðist oss ekki þetta rýra verðleik ritgerðarinnar í
neinu verulegu. Efnið ritgerðarinnar er yfir höfuð að
tala greindarlega hugsað og skipulega framsett; á-
stæðurnar, sem höfundurinn ber fram, eru ljósar og
greinilegar, og áætlanir lians nærgætnislegar; þær