Andvari - 01.01.1912, Síða 18
XII
Einar Ásmundsson.
Sigurður var merkilegur og fjölhæfur lærdómsmaður.
Segja sumir, að Einari muni hafa orðið allmikið gagn
að þeim kynnum, og að síra Sigurður muni hafa
vakið hjá lionum áliuga á ýmsum fræðum, einkum
á þekkingu i íslenzkri tungu, því að síra Sigurður
var þar vel heima, hafði hina meslu ást á íslenzku
máli og fór opt með það manna bezt. Þegar síra
Sigurður reið til Þjóðfundarins 1851 var Einar fylgd-
armaður lians. Fóru þeir fyrir sunnan land um
Skaptafellssýslur og sem leið liggur til Reykjavíkur1).
Sagt er, að Einar haíi skrifað sögLi um það, er í'yrir
hann hafi borið á þeirri ferð, og hafi hún verið til
hjá honum í handriti. En hvort sú ritgerð liefir
•brunnið hjá honum í Nesi eða ekki, verður hér ekki
sagt.
Biaðið Fróða stofnaði Einar (187i)—80), ásamt
Birni prentara Jónssyni systursyni sínum, og hafði
umsjón með því mörg fyrstu árin og ritaði þá fiest
það, er þá stóð í því.
Einar í Nesi var lærðastur allra »ólærðra« manna
hér á landi um sína daga — og lærðari en margir
»lærðir« menn, — og hefir snemma farið að hóla á
því, að mönnum hali fundizt mikið lil um þekkingu
hans. Síra Einar Hjörleifsson í Vallanesi rekur svo
í rogastanz á lærdómi hans, að hann kallar hann
»visindamann« 1852, þá 24 ára garnlan, svo sem l'yrri
1) Síra Sigurðnr kom í þessari ferð (1851) meðal a-nnars að
Asum i Skajitártungu, gisti þar og tók sér þar dagshvíld, því
að þeir voru hinir mestu mátar hann og Þorkell prestur, sem
þá var í Asum. En ekki minnist sá, er þetta ritar, að hann hafi
heyrt Einars getið þá að neinu. Mun Einar þá hafa tekið meira
eptir öðrum en aðrir eptir honum. Aldrei sáust þeir síðar síra
Sigurður og síra Þorkel), og lifðu þó báðir eptir það langa æfi,
annar 27, en hinn 40 ár.