Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 20
XIV
Einar Ásmundsson.
gert mjög rífskipað hér álandi. Einar unniöllusam vizku-
og hugsunarfrelsi, og taldi það sjálfsögð mannréttindi,
skar sig um þetta efni frá hinum almennu hleypi'
dómum, og gerði klerkum þessum alt greiðara en
ýmsum öðrum sýndist, að vert væri. Einn þeirra
klerka, Baldvin, var vetrarsetumaður ljjá honum.
Einar mun og hafa hneigzt nokkuð að kathólskum
trúarhrögðum. En fyrir þetta átti svo sem ekki að
taka móðurhöndum á Einari, og var setið um læki-
færi síðar. Sumarið 1868 ferðaðist Boudoin, kathólsk-
ur klerkur, er heima átti i Reykjavík, norður í land,
og dvaldi þá um sex vikna tíma í Nesi lvjá Einari.
Fyrir slíka ofdirfsku, að haía leyft sér að liýsa og
heima kathólskan klerk, lét Pétur amtmaður Havsteen
hefja lögsókn móti Einari. En Einar var sýknaður
fyrir héraðsdómi. Havsteen sendi dómsgerðirnar til
dómsinálastjórnarinnar, en jafnharðan sendi Einar
dómsmálastjórninni erindi, þar sem hann beiddist
verndar »gegn ofsóknum Havsteens amtmanns«. Lauk
þvi máli svo, að dómsmálastjórnin ákvað með bréfi
24. Sept. 1870, að ekki skyldi skjóta málinu leingra,
og að við sýknudóminn skyldi standa1). F*á var og
svo sem lokið embættisstörfum Havsteens. Varð þá
amtmaður nyrðra Kristján Kristjánsson, frændi Ein-
ars, og skipti þá mjög um afstöðu amtsins til hans.
Sjálfsagt hefir sumt í framkomu Einars i landa-
merkjamáli því, er hann átti við Laufáss stað, orkað
nokkurrar óvissu í dómum sumra manna uin hann
á síðari árum hans, og líklega heldur hnekt geingi
hans og áliti í augum almennings, þó að efnin til
þess væri í rauninni fremur lítilfjörleg og, rétt metið,
1) Tíðincli um stjórnarmáleíni ísl. III, 98—99.