Andvari - 01.01.1912, Page 21
Einar Asmundsson.
XV
svo sem eingin. Verður hér þess vegna að skýra
stuttlega frá því efni. Agreiningurinn milli Ness og
Laufáss var um svo kallaðan Nesshólma í eða við
Fnjóská. Er þar bæði slægjnland og æðarvarp, en
áin göniul landamerki milli jarðanna. En nú hafði
hún breytt farvegi fyrir alllaungu og runnið leingi um
hríð þeim megin hólmans, sem að Nesi vissi, enda
höfðu Laufássprestar síðan um 1840 haft allar nytjar
hólmans. Hefir verið metið svo, að þær svöruðu
400 kr. árlega. Alt frá upphafi búskapar Einars í
Nesi var prestur í Laufási Björn prófastur Haldórs-
son, rnerkur og vel metinn kennimaður. Féll vel á
með þeim Einari og presli, og svo bjó Einar í Nesi
í 28 ár, að allar nytjar hafði sira Björn af Nesshólma.
En sem landamerkjalögin frá 17. Marts 1882 voru
komin á, hóf Einar landamerkjamál við Laufássstað
um hólmann. Var sáttaumleitan í málinu 26. Sept-
ember 1882, og var málinu þá trestað til frekari
sáttatilraunar þangað til 3. Janúar 1883. Sjálíir voru
þeir síra Björn og Einar sáttamenn í Höfðahverfi;
urðu þeir því að víkja sæti i þessu máli, og voru
seltir sættamenn í þeirra stað sira Gunnar Olafsson
í Höl’ða og Sveinn Sveinsson á Hóli. Þeirn skipaði
amtmaðurinn í Norðuramtinu með bréfi 13. Nóvem-
ber 1882 að útkljá málið undandráttarlaust. En því
neituðu þeir settu sáttamenn, og kváðust halda sér
til frests þess, er seltur hefði verið á sáttafundi 26.
Sept. En á meðan í þessu stóð andaðist síra Björn;
varð hann bráðkvaddur á heimili sinu 19. Dec. 1882.
A meðan hann stóð uppi reið Einar í Laufás og las
nýja stefnu í málinu yfir síra Birni dauðum, sjálfsagt
til þess, að ekki skyldi verða dráttur né niðurfall að
sökinni fyrir fráfall hans. Varð margrætt um þessa