Andvari - 01.01.1912, Side 23
Einar Ásmundsson.
XVII
annara manna þriggja, er allir liöfðu meiri eða minni
kynni af Einari og allir eru svo vitsmunum farnir,
að þeir skilja fyrri en skellur í tönnunum; —
þeirra mál er betra en mín orð og má vera mönnum
til nokkurrar eptirtektar.
Jakob Hál/danarson í Húsavík ritar svo um
Einar: »Einar Ásmundsson 1 Nesi var mér að vísu
ekki kunnugur sem heimilisformaður eða félags-
hróðir í sveit, því við bjuggum á gagnstæðum jöðr-
um Suðurþingeyjarsýslu alla þá stund, er við kynt-
umst þó nokkuð hvor öðrum — en það var
um 33 ár. — Sú góða viðkynning okkar byrjaði,
þá er hann veturinn 1859—60 hafði lireift því
nýmæli, að eigi mundi það síður hlýða íslend-
ingum en öðrum þjóðum að leita sér bólfestu í öðr-
um löndum, með þvi þá hafði mjög þreingt að hag
manna, einkum hér á Norðurlandi — af harðindum
og fénaðarfelli vorið 1859. Og áleit hann Brasi-
líu í Suður-Ameriku einna fýsilegasta til þess augna-
heldur að lagalcenslu eða nolckurs konar próflausu námsskeiði
eptir á handa þeim íslenzkum kandídötum, sem lokið hefðu prófi
við Hafnarháskóla, og það hafði landshöfðingi lofað að st.yðia.
Mér leizt því ekki meira en svo á blikuna, og þar við bættist, að
á málfundi litlum, er nokkrir þingmenn áttu um málið, var Einar
i Nesi, — sem þá var slcoðaður sem nokkurskonar Þórgnýrr þings-
ins fyrir vitsmuna sakir, — feinginn til að tala, og tók hann þá
dæmi af kettinum, að þar sem Iiann feingi smeygt inn liöfðinu,
þar kæmist hann allur inn; eins mundi fara um lagakensluna ; það
væri vísir til meira. Eg hafði þá ekkert handbærara til svars en
söguna af Lúsa-Hrólfi, þegar þeir feingu hann til fyrir speeiu að
láta stinga upp í sig haus á ketti; en kötturinn komst ekki
leingra en upp í Hrólf, og var dauður áður en hausinu næðist
út úr honum aptur. Samtahð varð lítið leingra í það sinn, og
frumvarp um stofnun háskóla var samþykt á því þingi. Eg fann
að Einari þótti við mig — þótti eg hortugur —, en rnér fanst
eins og hann vikli kynnast mér meira á eptir.
Andvari XXXVII.
1)