Andvari - 01.01.1912, Síða 24
XVIII
Einar Asmundsson.
miðs. — Land þetta munu þá fáir hafa heyrt nefnt,
það er að segja af almenningi, og tóku menn sér þvi
hvaðanæva frá ferð á hendur að finna Einar, til
ráðagerða um þetta efni, — því alþektur var hann
orðinn að yfirburðum í fjölhæfri þekking. Meðal
þessara ferðalanga gerðist eg einn, — og urðu þaðan
af mjög bréfaskipti milli okkar, fyrst út úr þessu
málefni, og svo frekar um annað, er tímar liðu. —
Eins og enn er þekt, var mörgum meinilla við út-
flutningsmálið, og ætla eg, að þeir hafi ekki haldið
jaínvel uppi nafni Einars eins og annars hefði orðið,
ef hann hefði aldrei verið frumkvöðull þess. Ljóst
er mér nú, að mannúðlegra var að benda löndum
sínum til að nema land í Suður-Brasilíu, heldur en
í Canada, eptir því sem eg hefi kynzt sögnum um
fyrstu tíma landa vorra, sem til þessara beggja landa
fluttu á 8. tug næstliðinnar aldar.
Rúmum tíu árum seinna, — séegafbréfi, eins og
eg hka man, — var hann með iífi og sál í stjórnmál-
um, — liðsmaður Jóns forseta Sigurðssonar í stofnun
Þjóðvinafélagsins, — og hélt sig að þeim málefnum upp
frá því, meðan til entist, enda urðu vitsmunir hans
í hvívetna alþektir, og liann því til íleiri og íleiri al-
mennra mála kvaddur. Þegar sýslunefndir voru upp
teknar 1875, var Einar í henni og óslitið þaðan af
til dauðadags. Kynni mín af honum í nefndinni um
fi ár finn eg að hafa verið mér ómetanlegur ávinningur,
því að það var rétt, sem einn ritstjóri (Björn Jónsson
ritstjóri Norðanfara) sagði við mig einu sinni: »það
er einsrog|að bera upp við ijós að bera málefnin undir
hann’Einar«. Nánust kynni fékk eg þó af honum í
samferð okkar tveggja, dögum saman, einu sinni í
Júnímánuði. Eg naut þá hans innileika í að auðga