Andvari - 01.01.1912, Síða 25
Einar Asmundsson.
XIX
mig að þekkingu og hyggindum, — einmitt það sama
sem aðrir, er höfðu tækifæri og áttu kost á að kynn-
ast honum, hafa sagt mér. En þessara hnossa fanst
mér hann heldur freklega ætla mönnum alment að
geta aflað sér sjálfir. Hann sagði, — sem eg gleymi
seint, — að gullfallegur sannleiki væri það hjá »Balle«
(okkar gömlu barnalærdómsbók) eins og fleira: »Sú
almenna spilling manneskjanna er einkanlega í því
falin að þeir brúka ekki skynsemina til réttrar yfir-
vegunar« o. s. frv.
í trúmálum liallaðist Einar meira að kathólsku en
prótestöntum, — fanst þeirra kenning og reglur nokk-
urskonar hálfleikur.
Tungumálaþekking hans var víst með afbrigð-
um. Eg vissi hann kunna bæði þýzku og ensku,
þá frönsku og eitthvað í portúgisku. Svo kynti hann
sér volapúk, er það var á dagskrá, og seinna espe-
rantó. Um þetta hvorttveggja gerði hann sér ómak
til að fræða mig.
Það segir mér gömul kona, að Einar hafi á upp-
vaxtarárum verið óvenjulega fáskiptinn og gleðilítill,
varla hlegið, — liann lærði þá gullsmíði lijá Indriða
Þorsteinssyni á Víðivöllum, — enda sat Einar laung-
um þegjandi hjá á fundum, er aðrir ræddu af kappi.
Eg get aldrei hugsað mér Einar gamla Þveræing ann-
an eða öðruvísi en Einar Asmundsson, er eg les al-
þektu söguna um Grímseyjarsöluna«.
1 bréfi lil Rögnvalds húsameistara Olafssonar,
dagsettu 11. Maí 1912, farast Jakobi Hájdanarsyni
svo orð um Einar í Nesi: »Eg lief skrifað litla klausu
(um hann) á blað, sem eg legg hér með. Það má
Dr. Jón sjá, ef þér sýnist1). Það er von, að það sé
1) Það eru þau orð Jakobs, sem til haía verið færð hór að framan.
b'