Andvari - 01.01.1912, Side 26
XX
Einar Ásmundsson.
ljós hlið. Hann var ættingi minn, og sýndi mér al-
úð eina, ekki einungis lifandi, heldur svo greinilega
í svefni síðar, að einginn horfinn vinur hefir eins
borið fyrir mig, — nema máske konan mín. Hann
mun samt liafa snöggva bletti í augum þeirra, sem
næst bjuggu, hafa þótt féfastur og strangur í fylgi við
settar reglur. Mér virðist hafa átt heima lijá honum
það, sem meistarinn Helgi Thordersen leggur einu
sinni út af í ræðu: »Vertu ekki of réttlátur«. það
eru tvö dæmi af Einari, sem mér finst heyra undir
þetta. Á þau dæmi skal eg drepa. Það varð þjóð-
kunnugt, að í máli slóð út af varpliólma í Fnjóská
milli Einars og síra Bjarnar í Laufási; og er síra
Björn var dáinn, og lá á likbörunum, lét Einar lesa
stefnu yfir Laufáspresti. Þetta var óttalegt athæfi í
augum almennings, — en tíminn mun ekki liafa mátt
líða eptir almennum réttarfarsreglum. — Hitt dæmið
þekti eg: Við Einar vorum tveir næturgestir á nafn-
frægu heimili1). Um kvöldið spurði húsbóndi, hve-
nær við vildum fara af stað. Einar varð fyrir svör-
um, og álcvað það. Samkvæmt því klæddumst við
um morguninn. En er liinn tiltekni burtfarartími
var kominn, voru hestarnir við, reiðtygjað, og við á
bak og i burtu. Bón húsbónda um að staldra, —
þar morgunverður væri þegar á borði, — gilti ekki.
Einga skapbreyting varð eg var við hjá Einari, held-
ur fanst mér hann vilja sýna sLundvísina svona rélt-
háa, Ómissandi menningarmerki. En ýmsar kurteisis-
reglur sagði hann mér, eins og fleira, — og mér fanst,
að húsbændunum væri elcki sýnd kurteisi með þessu,
þar sem ekki lá neitt við fyrir okkur að komast á-
1) á Gautlöndum ?