Andvari - 01.01.1912, Page 27
Einar Ásmundsson.
XXI
fratn á vissri stundu, þvi að nótt var ekki til. Okk-
ur sýndist sitt hvorum, en jöguðumst ekki«.
Brynjólfur Danafánumaður Jónsson frá Minna-
Núpi ritar svo um Einar Ásmundsson í bréfi 28. Apr.
1912 til Einars Guttormssonar frá Osi, sonarsonar
Einars í Nesi:
»Viðkynning mín við afa yðar sáluga var mest gegn-
um bréfin. Að visu kom eg til Reykjavíkur á hverju
ári meðan liann sat á þingi. En aldrei stóð svo á,
að eg gæti dvalið þar leingi. Optast 1 dag. Áttum
við þá tal saman á frítímum hans. En þeir voru af
skornum skamti. Viðtalið varð samt eins og grund-
völlur undir bréfaskiptin, þó þau væri raunar byrjuð
áður en við höfðum sézl. Ásmundur Benediktsson,
frá Stóruvöllum, kom okkur saraan. Eg vil benda
yður á að leila til hans. Raunar er hann á níræðis-
aldri, en hefir til þessa haldið góðu minni og getað
skrifað. Hann er hjá Ásgeiri syni sinum í Kálfholts-
hjáleigu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.
Innihaldið í bréfum afa yðar og viðræðum okk-
ar var ýmislegt eptir atvikum. En það stóð á sama.
Þar kom ætíð fram sami hugsunarhátlur og sömu
andlegu einkenni. Þau man eg nokkurn veginn, þó
ekki muni eg umtalsefnin svo, að eg geti rifjað upp
sögur af þeim:
Hugsunarliátturinn var göfugur. Þar var mestu
ráðandi laungunin til að gagna. Og það helzt á þann
hátt, að leiða menn á þá braut, er kendi þeim að
bjarga sjálfum sér á réttan hátt. Að menn lærðu það
betur og betur, sá hann að var fyrsta og stærsta
skilyrðið fyrir velferð þjóðarinnar í framtíðinni. Um
það efni töluðum við vanalega, bæði bréflega og
munnlega. Það leyndi sér ekki, að ættjarðarástin