Andvari - 01.01.1912, Side 28
XXII
Einar Ásmundsson.
hans var bæði heit og heilbrigð. Gjarna vildi hann,
að ísland feingi góða stjórnarbót. Þó þótti honum
sönn þjóðarbót enn þá nauðsjmlegri. Og skilyrðin
íyrir henni áleit liann samgaungubætur og heilbrigða
alþýðumentun. Með því færi mönnum smámsaman
svo fram, að þeir Iærðu að færa stjórnarbót sér í
nyt. Annars kæmi hún ekki að notum.
Honum var einkarvel lagið að færa rök fyrir
skoðunum sínum. Var að jafnaði fáorður og gagn-
orður, sagði það, sem þurfti að segja og ekki meira,
og því voru orð hans svo sannfærandi. Rökin komu
svo Ijóst frain.
Hann sagði aídráltarlaust og hispurslaust mein-
ingu sína, um hvað sem um var að ræða, með þeim
orðum, sem við állu og hezt skýrðu málið. Stór-
yrði forðaðisl hann. Og aldrei vissi eg til, að hann
ámælti þeim, sem aðra skoðun höfðu en hann, eða
grunaði þá um, að þeir töluðu móli betri vitund.
Hann vissi, að sínum augum lítur hver á umtalsefn-
in. Það er óhjákvæmilegt. Úr því bætir ekkerl ann-
að en Ijós og skynsamleg rökstuðning. Því ráði fór
hann ætíð fram. Auðvitað féll honum ekki vel, þeg-
ar rökfærsla hans virtist ekki ætla að duga. En
aldrei vissi eg til, að hann svaraði með þykkju. Las
eg þó margar greinir eptir hann í »Norðanfara« og
»Fróða«.
Eitt mál var það, sem okkur veitti leingi örðugt
að verða samdóma um. Hann áleil að vilja manns-
ins væri svo að segja allir vegir færir, ef hann væri
nógu sterkur. Og hann hélt, að með æfmgu gæli
hver maður gert viljakraptinn nógu sterkan hjá sér.
Og eins leil hann á ráðdeild manna, að hún gæti
tekið afarmiklum framförum hjá þeim, er stundaði