Andvari - 01.01.1912, Page 30
XXIV
Einar Ásmundsson.
ólærðu mönnum. Hann lagði mikla áherzlu á elju
og ástundan, en eigi vildi hann kannast við, að gáf-
ur sínar væru nema í betra lagi, og efa eg eigi, að
])að var hans sannfæring. Mín skoðun er sú, að
námsgáfur hans hafi verið góðar, skilningur og dóm-
greind betri, en dómgreind hans þó talsvert misskörp,
og stundum einhliða. Minnið frábært. Fróðleiksfýsn
óslökkvandi.
Einar sagði mér, að þegar hann hefði verið ung-
ur, hefði hann reynt að ná í alt til lesturs, er fróð-
leikur var í, og snemma lagði hann sig eptir dönsku-
Næst henni tók hann þj'zku. Laerði hann hana eptir
þýzk-dönskum orðabókum. í fimm ár las hann svo
ekkert nema á þýzku, að undantekinni íslenzku. Eptir
það lagði hann að frönskunni, og lærði hana eptir
fransk-þýzkum orðabókum. Hann mun hafa lesið
liana og skrifað hiklaust, þegar sira Baldvin kathólski
varð vetrarsetumaður hjá honum. Þeir urðu hvor
anners kennarar — Einar kendi íslenzku —, og þá
náði hann þeim fimleika i frönskunni, að hann var
að sögn sem innfæddur Frakki. Um nokkurt skeið
las Einar sér til fróðleiks einkum þýzkar og fransk-
ar bækur. En aðaláherzluna lagði hann á landsmál.
Byrjaði hann þá og lítið eitt á ensku. En þegar
hann fór að draga sig í hlé við landsmál og búsum-
hyggju, lagði hann fast að enskunni, og á síðari ár-
um sínum mun hann að tiltölu hafa mest lesið ensk-
ar bækur. Þegar Einar gat lesið ensku hindrunar-
laust, byrjaði hann á lalínu, og á síðustu árum kynti
hann sér einnig spönsku. Alla tíð lagði Einar mikla
áherzlu á íslenzku, og munu fáir liafa staðið honum
þar á sporði, aðrir en þeir vísindamenn, er tekið liafa
hana að sérfræði. Það var því dálítið vanhugsað, er