Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 32
XXVI
Einar Ásmundsson.
sínu með festu og alvöru, en eigi geingið sjálfur mik-
ið að verkum. Það voru opinberu málin og bæk-
urnar, sem störf hans hneigðust einkum að.
Einar hafði ríka lund og bráða, en var þó
laungum stiltur vel. Sumir hafa brugðið honum um
undirhyggju, og er réttmæti þess vafasamt. Að eðl-
isfari mun liann hafa verið hreinlyndur, og við vini
sína var hann mjög hreinskilinn, blátt áfram og al-
úðlegur. En allsnemma mun sú skoðun hafa vakn-
að hjá honum, að ósjaldan væri hagkvæmast og
brotaminst að sigla beggja skauta byr.
Einar var fáskiptinn, en þótti nokkuð ráðríkur
um það, er hann lét sig varða. Hann var að jafnaði
orðvar og óbakmáll, en á bljóðfallinu á orðum hans
mátti fara nærri um skoðun lians á þeim, er um var
rætt; enda sagði hann þá opt, eins og ósjálfrátt við
við sjálfan sig, stutta setningu, málshátt eða hending-
ar, er batt í sér meira en það, sem margir aðrir
hefðu þurft langan tíma tíma að fjasa um. Þætti
honum varið í manninn, voru dómar hans réttir og
hlýlegir.
Eg þekti Einar eigi fyrr en heyrnin var farin að
baga liann tilfinnanlega. Leiddi því af sjálfu sér, að
hann sneiddi hjá mörgu. Aldrei mun haun þó liafa
verið mannblendinn, sem kallað er. Þar á móti var
hann mjög kurteis, þegar svo bar undir, ogvarkurl-
eisi bans mjög hugljúf, því bún var svo blátt áfram
og eiginleg.
Einar fór mjög einn sinna ferða, og skeytti óvana-
lega lítið dómum almennings. Eigi var það þó fyrir
fyrir mannfyrirlitningu, lieldur áleit hann, að fjöldinn
nenti eigi að hugsa sjálfstætt, og því væru skoðanir
hans og dómar einskis virði«.