Andvari - 01.01.1912, Page 40
o
Æðsta dómsvald
ungsdóma lalað í sambandi við atburði, sem gerðust
fyrir árið 1000* 1). Fjórðungsdómarnir voru æðstu
dómstólar landsins, þar til fimtardómur var stofnað-
ur, en það var 1004, eftir því scm venjulega er talið.
Frá þeim tíma og þar til lýðríkislögin fornu viku
fyrir norskum lögum á 13. öld, var fimtardómur hæsti-
réttur íslendinga. IJó mátti ekki skjóta þangað öll-
um málum, sem dónrur gekk um í fjórðungsdómum,
heldur að eins þeim einum, er dómendur þar máttu
ekki allir verða ásáttir, hvernig dæma skyldi. Það
ákvæði var í þingsköpum fjórðungsdóma, að engin
mál mátlu lúkast þar, nema allir dómendur kæmu
sér sanran um dómsorð í þeim. Einnig átti fimtar-
dórnur einn dóm í sumum málum, svo sem um ljúg-
kviðu og ljúgvætti, er borin voru á alþingi, mútu-
gjafir, mútuþágur, og mútukröfur þar2). Fimtardóm-
ur var skipaður fernum tylftum dómenda, en ryðja
skyldu málsaðiljar einni tylftinni, 6 dómendum hvor.
Af þingsköpum fimtardóms má ráða það, að menn
vildu tiyggja sér það, að öll málsmeðferð væri þar
sem skipulegust og svo lögmæt, sem framast var unt.
Þess vegna skyldu bæði málsaðiljar, kviðir, vottar
og dómendur vinna þar ríkari eiða en ella fyrir dóm-
um5). Annars er ekki margt kunnugt um málaferli
fyrir fimtardómi, nema brennumálin á alþingi 1012.
í síðari heimildum lýðríkistímans er fimtardómsins
ekki getið. En af því verður þó auðvitað ekki dreg-
in ályktun um það, að hann hafi verið hættur störf-
urn eða lagður niður.
Arin 12(54—1271 verður þess ekki vart, að breyt-
ing hafi orðið á dómaskipun landsins. En árið 1271
1) 'J’. d. Njálss. 56. og75.kaii. 2) Grág. I a77—78. 3) Sjá
1 a. 82, sbr, og Njálss. 144. kap.