Andvari - 01.01.1912, Page 43
i islerizkum málum.
a
ákvæðum stjórnskipunarlaga nútímans um að dóm-
endur skuli í'ara eptir lögunum.
Þar sem lög tóku ekki til málsalriða, sltyldu
lögréttumenn hafa það úr hverju máli, er þeir yrðu
allir ásáttir eða ef ekki náðist samkomulag, það er
lögmaður og þeir sem honum fylgdu töldu sannleg-
ast, Járnsíða þingfararb. 3. kap. og Jónsbók þing-
fararb. 4. kap. Lögbækurnar gera hér ráð fyrir því,
að mál þurfi úrlausnar, sem ekki hnígi undir neina
lagagrein. Vera má, að einkum sé hér átt við sam-
þyktir almenns efnis, en síður dómsmál einstakra
manna, en þessu var þó eklci haldið svo glögt að-
greindu sem á vorum dögum. Samkvæmt Jónsbók
mátti skjóta samþyklum eða dómurn, dæmdum eptir
þingfararl). 4. kap., til konungs og mátti liann breyta
þeim eptir líkum reglum og lögmannsúrskurðum
eptir ])ingfararl). 9. kap. Sbr. að framan.
Aðalmunur dómaskipunar landsins eplir Járn-
síðu og Jónsbók er þó sá, að eptir Jónsbók dregst
œðsta dómsnaldið út úr landinu. Eptir 1281 verða ís-
lendingar að sækja rétt sinn í annað land og hlíta
öllum þeim kostnaði, tímatöf og fyrirhöfn, sem því
var samfara.
Svo segir í Jónsbók, þingfararb. 9. kap. sbr. 4.
kap., að konungur skuli dæma með bezlu mönnum.
Að þessu sinni verður ekki út í farið, hvað í þess-
um orðum felist, rétt skildum. Þess skal einnig get-
ið, að það varð venja, að konungur dæmdi íslenzk
mál, eins og norsku málin, með ráðgjöfum sínum
hinum norsku, meðan ríkisráð Norðmanna stóð, og
eptir niðurlagning þess (1537) með ríkisráði Dana.
1 réttarbót Hákonar konungs háleggs frá 14. júní
Lil4 1. gr. segir ennfremur, að stefnufrestur í þeim