Andvari - 01.01.1912, Side 44
6
Æðsta dómsvald
íslenzkum málum, sem stefnt sé til Noregs og lög-
menn og sýslumenn fái ekki yfir tekið, skuli vera 12
mánuðir. En hér er átt við mál, sem þóttu svo
margbrotin eða erfið viðfangs, að innlendu dómstól-
arnir treystu sér ekki til að fella dóm á þau. Varð
það ekki ótítt, að íslenzku dómstólarnir vísuðu
málum frá sér og undir dóm konungs af þessum
ástæðum. Ennfrémur virðist það hafa orðið siður,
að íslenzkir menn gengi alveg fram lijá innlendu
dómstólunum og færi beint með mál sín lil konungs.
Með tilsk. 5. apríl 1574 var bannað að stefna mál-
nm til konungs og ráðsins fyrr en dómur væri geng-
inn um þau í landinu. Sýnir þessi tilsk., að all-
mikið muni um þær mundir bafa kveðið að því ráð-
lagi, að dæma mál undir konung og stefna til bans
málum án þess að aðiljar liefðu áður beðist dóms
um þau af innlendu dómstólunum.
Loks er þess að geta, að konungsvaldið stefndi
íslenzkum mönnum stundum utan til þess að þola
þar dóm án þess að innlendum dómstólum væri veitt
færi á að fjalla um málið. Þelta var auðvitað að-
allega eða eingöngu um mál, sem konungsvaldið kall-
aði sig miklu skifla, svo sem sakir um landráð,
réttindi konungs annars o. s. frv. Utanstefningar
þessar voru íslendingum jafnan allilla þokkaðar, enda
setlu þeir stundum það skilyrði fyrir konungshyll-
ingum, að utanstefningar skjddu engar vera framar
en lögbók (þ. e. Jónsbók) vottar, og að utanstefn-
ingar vildu þeir engar liafa utan þeir menn, er dæmdir
verða af vorum mönnum á alþingi i burt at landinu1).
Samkvæmt framansögðu virðist valdsviði kon-
1) Rikisréttindi íslanda bls. 7, 13, 15,