Andvari - 01.01.1912, Side 46
8
Æðsta dómsvald
var yfirdómur lögmanna og lögrétlu, en dómum hans
mátti skjóta til konungs og ríkisráðs. Eflir þessu
gat farið svo, að 4 æðri og lægri dómstólar færu með
dómsvald yfir íslenzku máli. I3arf ekki að lýsa því,
hversu lengi mál stóðu yfir og hversu þetta skipulag
var óhentugt að flestu leyti.
Á dómsvaldinu varð stórfeld breyting hér á landi,
þegar réttarfarsreglur Norsku laga Kristjáns 5. voru lög-
skipaðar með konungsbréfi 2. maí 1732. Sýslumenn
tóku þá að dæma einir í héraði, utan í æru- og líf-
leysissökum og landaþrætumálum. í lögréltu dæmdu
lögmenn og einir. Lögréttumönnum var fækkað mjög
og að lokum urðu þeir að eins fjórir, enda voru þeir
nú einungis orðnir réttarvottar. Dómsvald alþingis
(lögréttunnar og yfirréttarins) leið undir lok, er al-
þingi var lagt niður og landsyfirrétturina í Reykja-
vík var stofnaður samkvæmt tilsk. 11. júlí 1800, svo
sem kunnugt er.
Þegar einveldið komsl á í Danmörku (1660),
misti ríkisráð Dana liluttöku í dómsvaldinu, en kon-
ungur varð einn æðsli dómandi. Samkvæmt tilsk. 14.
febr. 1661 var setlur hæstiréttur i Danmörku. Kon-
ungur gerðist að nafninu til forstjóri þess dóms.
Hann gat ráðið, hvernig dæma skyldi hvert mál, allir
skyldu þar snúa máli sínu til lians, stefnur og dóms-
gerðir voru útgefnar undir nafni konungs og inn-
sigli1). Sjaldan sat konungur dóminn og sjaldan
neytli hann valds síns til að ráða málsúrslitum2).
Þegar konungur slepti einvaldi sínu yfir Dönum sam-
kvæmt grundvallarlögum 5 júní 1849, misti hann alla
1) Erindisbr. hæstaréttar 7. des. 1771 9., 17. og 19. gr., op.
br. 10. nóv. 1774 16. gr., N. L. 1—12—15. 2) Dæmi þess er þó
í Lovsamling for Island II, 255.