Andvari - 01.01.1912, Page 47
í islenzkum málum.
9
beina hlutdeild í dómsvaldinu. Samkvæmt því var
gerð nokkur breyting á hæstarétti með konungsúr-
skurði 19. febr. 1850 (augl. dómsmálastjórnarinnar
21. febr. s. á.).
Samkvæml einveldisskuldbindingunni 28. ji'dí 1062
varð konungur einnig einn æðsti dómari íslenzkra
mála. Það er nokkuð óljóst um afstöðu hæstaréttar
Dana til íslenzkra mála frá öndverðu. Er svo að
sjá sem ekki hafi hann þótt bær að dæma íslenzk
má), nema sérslök konungsskipan væri til þess hvert
skipti. Það mun ekki kveða mikið að dómsvaldi
hans yfir íslenzkum málum fram yfir 1700. Þó er
víst, að hann dæmdi íslenzk mál þegar á seytjándu öld,
t. d. mál Jóns biskups Vigfússonar (Bauka-Jóns) 1693.
Til eru enn nokkur konungsbréf, þar sem hæstarétti
er boðið að dæma ákveðin mál frá íslandi1). Loks
virðisl dómsvald hæstaréttar hafa verið lögleitt að
fullu með konungsbréfi 2. Maí 1732, þar sem boðið
var, að réttarfar á íslandi skyldi fara eptir Norsku
lögum Kristjáns konungs 5., en samkvæmt þeim var
liæstiréttur Datia í Kaupmannahöfn æðsti dómstóll.
Eptir það er og svo að sjá sem hæstiréttur hafi farið
að dæma ísleuzk mál, án þess að sérstök konungs-
skipan komi til hvert skipti. í islenzkum lögum er
og oft gert ráð fyrir dómsvaldi lians í íslenzknm
málum, til dæmis tilsk. um dómgæzlu 3. Júní 1796
35. gr., tilsk. 11. Júlí 1800 11. og 21. gr., tilsk. 24.
Jan. 1838 16. gr., er allar hafa að geyma fyrirmæli
um áfrýjun islenzkra mála til hæstaréttar.
Þó að svo sé tilskilið í stöðulögunum svokölluðu,
Júní 1871 3. gr„ að dómgæzla skuli vera sérmál
1) Sjá Lovs. for Islaiul I, 662 (1709), 676 (1711),