Andvari - 01.01.1912, Side 48
10
Æðsla dómsvald
íslands, verður þó samkv. þeim lögum ekki gerð
breyting á stöðu hæstaréttar sem æðsta dómstóls í
íslenzkum málum, nema með samþykki bæði ríkis-
þings Dana og alþingis íslendinga. Stjórnarskrá 5.
Jan. 1874 vísar til stöðulaganna, enda var það jafn-
an álit alþingis, að ríkisþingið yrði að samþykkja
bteytingar á dómsvaldi hæstaréttar, þegar frumvörp í
þá ótt voru fyrir á þingunum 1885, 1891, 1893, 1895
og 1897.
Stjórnarskráin 1874, ákvarðanir um stundarsakir
2. gr., ákvað einnig, að hæstiréttur ríkisins skyldi
dæma mál, er höfðuð kynnu að verða gegn ráðherra
íslands fyrir brot á stjórnarskránni, þar til öðruvísi
yrði fyrir mælt í lögum um það efni. Síðan 1874
hefir löggjafarvaldið og að minsta kosti tvisvar bygt
á dómsvaldi hæslaréttar í íslenzkum málum, sjá
1. nr. 19, 2. Okt. 1895 og 1. nr. 15, 20. Okt. 1905,
sem hvortveggja eru um áfrýjun íslenzkra einkamála
frá yfirdómi til liæstaréttar.
íslenzk mál haí’a jafnan sætt sömu þingsköpum
fyrir hæstarétti sem önnur mál, er þar hafa verið
dæmd. Það mun varla Ieika vafi á því, að sérlög-
gjafarvald íslands gelur ekki mælt fyrir um það,
hvernig hæstiréttur skuli hegða sér um meðferð mál-
anna þar, eftir að þau eru þar þingfest, t. d. hvaða
aðferð hæstiréttur skuli hafa um dómsuppsögu eða
atkvæðagreiðslu þar, livort málflutningur skuli þar
vera munnlegur eða skriílegur, hvaða mál skuli þar
sækja og verja skriílega, um aðfararfrest eptir dóm-
um hæstaréttar o. s. frv. Þar af leiðir þó ekki, að
liæstiréttur þurfi ekki að taka til greina íslenzk rétt-
arfarslög eða venjur. Þegar hæstiréltur verður að
sltera úr því, livort mál liafi sætt löglegri meðferð