Andvari - 01.01.1912, Síða 49
í íslenzkum málum.
11
fyrir liérlendum dómstólum, hlýtur liann auðvitað að
hvggja dóm sinn þar um á íslenzkum réttarfarsregl-
um og venjum, alveg eins og hann á að dæma ís-
lenzk mál að efni til samkvæmt íslenzkum lögum.
Þrátt fyrir þær takmarkanir, sem íslenzkt sér-
löggjafarvald er liáð um lagasetningu fyrir liæstarétt,
hefir það þó sett lög, sem beinlínis varða samband
lians við íslenzk mál. Með lögum nr. 15, 20. Okt.
1905 var breytt hinum eldri reglum um stefnuírest í
íslenzkum einkamálum, sem áfrýjað verður frá Is-
landi til hæstaréttar, og í 1. nr. 19, 2. Okt. 1895 voru
selt ákvæði um það, hverjum þyrfti að stefna, er
skiptamálum er áfrýjað frá íslandi lil hæstarétlar.
Og liafa þessi lög umyrðalaust hlotið konungsstað-
festingu. Eptir þessum lögum að dæma, mundi sér-
löggjafarvaldi íslands þvi vera rélt að setja reglur
um undirbúning mála frá íslandi til hæstaréttar að
svo miklu leyti sein þær breyta ekki meginreglum
þeim, sem gilda um málsmeðferð fyrir hæstarétti eða
leggja lionum einliverjar beinar skyldur á herðar.
Þessvegna mundi sérlöggjafarvald íslands varla vera
bært að breyta reglunum um áfrýjunarfrest eða á-
frýjunarupphæð mála til liæslarettar, t. d. ákveða
frestinn 6 mánuði eða áfrýjunarupphæð undir eða
yfir 200 kr.
Ef sérlöggjafarvaldið hefði óbundnar hendur nm
það efni, þá gæti það smám saman afnumið dórns-
vald hæstaréttar með krókum, t. d. sett áfrýjunarupp-
hæð svo háa, að nær engin íslenzk mál næmu þeirri
fjárhæð, eða sett frestinn svo stuttan, að eigi væri
unt að taka út hæstaréttarstefnu áður en liann væri
liðinn.
Þess má enn geta, að sérlöggjafarvaldið liefir