Andvari - 01.01.1912, Síða 52
14
Æðsta dómsvald
ekki að engu, að hann teldi sérlöggjafarvald íslands liafa
farið framar en það var bært til. Síðari aðferðin er
mjög hæpin, af því að jafnan er varhugavert að firra
menn færi á að láta dómstólana slcera úr málum,
því að ætlandi er, að þá skorti sízt vilja og getu lil
þess að láta hvern mann njóta þess réttar, sem lion-
um ber. Stjórnarskráin gerir líka ótvírætt ráð fyrir
því, að dómstólarnir skeri úr málum manna, og al-
menna löggjafarvaldið mundi því brjóta anda stjórn-
arskrárinnar, ef það gerði mjög mikið að því að
draga mál manna undan úiskurðarvaldi dómstólanna.
II.
Þegar skera skal úr því, hverju máli skifti ís-
land dómsvald hæstaréltar, verður varla hjá því kom-
ist að gæta að því, hversu mikið hæstirétlur hafi verið
notaður í íslenzkum málum. Þessvegna hefir verið
tekið til athugunar tímabilið 1875 til 1910, að báðum
árum meðlöldum, og gætt að því, fyrst hversu mörg
mál hafi verið dæmd eða úrskurðuð í landsyfirrétti,
og hversu mörg þeirra mála hafi farið til hæstaréttar.
Sakamál og almenn lögreglumál eru tekin sér og
einkamál sér. Landsstjórnin ræður því venjulega,
hvort sakamálum og almennum lögreglumálum skuli
skolið til hæstaréttar, en málsaðiljar, einstaklingarnir,
ráða því sjálfir um einkamál sín. Til yfirlits er hér
sett skrá yfir tölu þeirra mála íslenzkra, sem dæmd
liafa verið í liæstarétti á áðurnefndu tímabili.