Andvari - 01.01.1912, Page 54
1G
Æðsta dómsvald
Eins og framanskráð laíla sýnir, liefir landsyfir-
dómurinn dæmt eða úrskurðað á tímabilinu 1875—
1910, eða þau 36 ár, alls 1466 mál. Þar af hafa
911 verið einkamál, en 555 sakamál eða almenn
lögreglumál. Af málum yfirdómsins öllum hafa því
sakamál og almenn lögreglumál á þessu tímabili ver-
ið tæplega 38°/o, og einkamál rúmlega 62°/o. En að
meðaltali hefir yfirdómurinn kveðið upp 40—41 dóm
eða úrskurð árlega á tímabilinu.
Af málum þeim, er lilotið hafa dóm eða úrskurð
í landsyfirdómi, hafa á tímabilinu farið alls 107 mál
til liæstaréttar, þar af 57 sakamál og almenn lög-
reglumál, og 50 einkamál. Það verða alls liér um bil
3 mál að meðaltali á ári, en rúmlega 7°/o af málum,
sem dæmd hafa verið í yfirdómi. Af sakamálum,
dæmdum i yfirdómi, hafa rúmlega 10% farið lil
hæstaréttar, en af einkamálum hér um bil oV2°/o.
Málslcot til hæstaréttar héðan liafa alls ekki farið í
vöxt síðasta áratuginn, heldur fremur minkað. Fæð
áfrýjaðra mála til hæstaréttar stafar þó auðvilað ekki
eingöngu af þvi, að málsaðiljar liafi verið ánægðir
með þau úrslit, er mál þeirra hafa fengið í yfirdómi,
heldur öllu fremur af því, að málin eru flest svo
lítils virði, að þeirn verður annaðhvorl ekki áfrýjað
eða að ekki er tilvinnandi kostnaðarins vegna að
skjóta þeim til hæstaréttar. Mönnum þykir skárra
að sætla sig við yfirréttardóminn, nema mikið sé í
húfi. Sá aðilja, sem alveg tapar málinu, er venjulega
óánægður, og stundum eru báðir það, er kröfur
hvorugs eru að öllu teknar til greina.
Ennfremur er fróðlegt að gæta að því, livernig
dómar yfirréttarins hal'a reynst fyrir hæstarétti. Af
þeim 107 yfirréttardómum, sem farið hafa til hæsta-