Andvari - 01.01.1912, Síða 55
í íslenzkum málum.
17
réttar 1875—1910, liafa (59 verið staðfestir, annað-
hvort alveg eða að öllu verulegu. Eftir því hafa
rúmlega 64°/o af öllum dómum, sem farið hafa frá
yfirrétti til hæstaréttar 1875—1910 verið staðfestir.
Feldir liafa verið 38, eða tæplega 36%. Af dómum
í sakamálum og almennum lögreglumálum liafa verið
staðfestir nálægt 74%, en feldir hérumbil 24%. En af
dómum landsyfirdómsins í einkamálum haía verið
feldir úr gildi nálægt lielniingur eða sem næst
50%. I3að má nærri geta, að slík útreið, sem lands-
yfirdómurinn liefir fengið í einkamálum þeim, er farið
hafa til liæstaréttar, muni ekki hafa aukið álit hans.
í mörgum þessara mála hefir niðurstaða yfirdómsins
verið röng, en stundum hefir auðvitað verið álitamál
um það, livor dómstólanna hafi liaft á réttara máli
að standa. Ennfremur má telja það víst, að hæsti-
réttur hefir stöku sinnum felt réttan landsyfirréttar-
dóm.
En það má oft deila um það, hvort dómur sé
réttur að efni lil eða ekki. Þessvegna er einalt erfitt
að skera úr því, hvort yfirdómur eða hæstiréttur
hafi haft réttari málslað. Hitt er verra og landsyfir-
dóminum verri álitsspjöll, að liæstiréttur hefir stund-
um orðið að víta einstaka dómendur í yfirdóminum
og sekta þá fyrir embættisafbrot. Slíkt liefir komið
fyrir þrisvar um einn og sama dómandann, sem
þrisvar sinnum hefir verið sektaður af hæstarétti fyrir
vanrækslu um þýðingu dómsgjörða i sakamálum af
íslenzku á dönsku1). Er slíkt allstórfeld misferli og
getur meðal annars bakað sökunaut óþarllega langa
varðhaldsvist. Einu sinni hefir hæstiréttur og krafið
1) Sjá Dómasafu landsyfirdómsins VI, bls. 114, 401, 405.
Hœstaréttartiðindi 1899, bls. 412, 1901 bls. 13 og 230.
Andvnri XXXVII. 2