Andvari - 01.01.1912, Page 56
18
Æðsta dómsvald
ýtrari upplýsingar um sakamál, og hafði yíirdómi
skotist yíir að heimta þær, og voru þær þó bráð-
nauðsynlegar eftir því sem málsatriðum er lýst í
dóminum1 2). Einu sinni hefir j'firdómi láðst að setja
aðfararklausu í dóm sinn, en af þeirri gleymsku
hlýzt það, að fógetaaðstoð til fullnustu honum fæst
ekki, og varð því að skjóta málinu til hæstaréttar til
að bæta úr þessu5).
Það er sýnilegt, að slílc al'glöp af dómsins hálftt
i heild sinni og einstakra dómenda eru ófallin til að
auka traust manna á dómstólnum.
Það er og mála sannast, að landsstjórn og lög-
gjafarvald ltefir lagt litla rækt við landsyfirdóminn.
það mundi t. d. hvergi í nokkru siðuðu landi hafa
tiðgengist, að sá hinn santi niaður, er liæstiréltur
ltafði þrídæmt til hegningar fyrir vanrækslu um em-
hættisstörf, meðan hann var yfirdómari, yrði gerður
forstjóri dómsins. þetta varð þó hér árið 1908. Og
þótt kynjum megi sæta, fann enginn að þessu þá,
og mátti þó öllum Ijóst vera, hver áhrif slíkt myndi
hafa á traust manna til dómsins. Ræktarleysið við
yfirdóminn hefir og birzt í fleiru. það þykir hver-
vetna hallkvæmt, að dómendur skifti sér sem minst
af stjórnmálum og öðrum allsherjar málum, öðrmn
en dómsstörfunum. Yfirdómendur hér liafa venju-
legast, einn eða fleiri í senn, selið á þingi, og iðulega
boðið sig fram til þingsetu, þeir hafa setið í bæjarstjórn
með samþykki sínu, verið látnir gulla við bankastjórn,
jafnvel gerzt bráðabirgðaráðherrar, lialdið auðu sæti
sínu i dómi á meðan til þess að þeir mættu komast
þangað eftir að þeir liefðu selið í ráðherradómi og
1) Dómas. IV, 368, 637. Hæstaréttartíðindi 1894, bls. 642.
2) Dómas. VIII, bls. 245.