Andvari - 01.01.1912, Side 57
i islenzkum málum.
1«)
livirilast í öllum stjórnmálabylgjunum þann tíma.
Sá vandi hefir og á lagst, að landssjórnin liefir iðu-
lega sett þjóna sína úr stjórnarráðinu jafnframt lil
þess að gegna dómsstörfum í einstökum málum um
lengri eða skemmri tíma í yfirdómi. Þetta hefir sá
gert, er síðast varð ráðherra, en er jafnframt dóm-
stjóri. Að vísu hafa þeir menn, er þannig hafa verið
settir, verið góðir menn enn sem komið er, menn
sem enginn myndi vantreysta sem skipuðum dóm-
endum í yfirdóm, en hitl þykir mörgum illviðeigandi,
að sú venja skuli á komin, að ráðherrar seilist til
þess að setja þá menn í yfirdóminn, sem eru sam-
kvæml stöðu sinni öllum mönnurn framar háðir
stjórninni. í hæstarétti Dana má t. d. alls ekki setja
(konstituera) dómendur samkvæmt hinum nýju rétt-
arfarslögum Dana. Yfirdómurinn hér er í raun réttri
hæstiréttur vor í llestum málum. Ætti stjórnin ís-
lenzka því að láta sér jafnant um sæmd og álit
þess dóms og Danir um hæstarétl sinn. En á því
hefir oft orðið brestur, þó að eitt sé slærsla óráðið,
það er að framan var minst.
Löggjafarvaldið hefir að því leyti farið illa með
yfirdóminn, að dómendum er illa launað. Þeir eiga
að hafa sæmileg föst Iaun, en ekki hafa önnur störf
með höndum, launuð eða ólaunuð. Yfirdómendur
mega um fram alt ekki vera neinar bitlingaskjóður,
er þuríi að gutla í málum, sem þeir eru ekki vaxnir,
lil launabóta sér, eins og tílt hefir verið um suma
þeirra.
Meðan slíku vindur fram, er ekki við því að bú-
ast, að Danir taki létl í það mál, að afnema dóms-
vald hæstaréttar sins í islenzkum málum. Þeir fara
því auðvitað fram, að hér sé svo lítil trygging fyrir
2*