Andvari - 01.01.1912, Page 60
22
Æðsla dómsvald
Var það bezta frumvarpið í garð íslendinga, sem
danska stjórnin hefir nokkurn tíma gefið þeim kost
á fyrir 1874. I frumvarpinu siálfu segir það eitt að
vísu, að dómsmál í sérmálum iandsins skuli vera
hjá dómenduin, en í athugasemdum stjórnarinnar er
talið æskilegl, að landið fái dómsvald sitt að fullu í
sérmálunum1), og í ákvæðum frumvarpsins um stund-
arsakir, 5. gr., er svo fyrir mælt, að hæstiréttur (o:
Dana) skuli vera æðsti dómstóll í íslenzkum mál-
um, þangað lil önnur skipun verði þar á gerð með
lagaboði2). Virðist þá hafa verið svo lil ætlast, að
löggjafarvald íslendinga (alþingi og konungur) eitt
gerðu þessa skipan. í sambandsfrumvarpi því, er
stjórnin lét leggja fyrir alþingi 18(59, var dómgæzlan
alveg óskorað sérmál án þess að nokkurt skilorð væri
setl um liæstarétt3), enda var í stjórnarskrárfrum-
varpi stjórnarinnar »ákvörðunum um stundarsakir«,
5. gr„ sem einnig var lagt fyrir alþingi 1869, haldið
sömu ákvörðun um skipun dómsvaldsins sem sett
var í frumvarpið 1867 í tilsvarandi ákvæði um stund-
arsakir, um að hæstiréttur skyldi dæma íslenzk mál,
unz löggjafarvaldið gerði aðra skipun þar á4).
Alþingi samþykti hvorugt stjórnarfrumvarpanna
1867 né 1869. Danir, ríkisþing og konungur, bundu
svo að sinni enda á stjórnskipunarmálið og þar
með skipun æðsta dómsvalds í íslenzkum málum
með lögum 2. jan. 1871 um stöðu íslands í ríkinu.
Árið 1871 bar stjórnin upp á alþingi frumvarp til
stjórnarskrár um sérmál landsins. Var það auðvitað
bygt á stöðulögunum og vísaði til þeirra, bæði um
skipun liæstaréttar sem æðsta dómstóls í íslenzkum
1) Alþ.tíð. 1807 II, bls. 47. 2) Sama rit bls. 23. 3) Alþ.tíð.
1869 II, bls. 10. 4) Sama rit bls. 33.