Andvari - 01.01.1912, Page 61
í islenzkum málum.
23
málum og annað1). Samskonar er um stjórnarskrá
5. jan. 1874 að segja.
Málinu um dómsvald hæstaréttar í íslenzkum
málum er svo ekki hreyft á þingi frá 1875 til 1881.
Þá bar Benedikt sj'slumaður Sveinsson fram frum-
varp til breytinga á stjórnarskránni frá 1874. I því
frumvarpi voru talin þau mál öll, er í stöðulögum
1871, 3. gr., eru kölluð sérmál landsins, og felt hrotl
ákvæðið um hæstarélt. Var það þá tilætlun Bene-
dikts Sveinssonar, að sérlöggjafarvald íslands ælli að
vera eitt hært um að ákveða dómaskipun landsins
að öllu, enda segir í 3. gr. ákvæða um stundarsak-
ir, að hæstiréttur skuli vera æðsti dómstóll í íslenzk-
um málum, þar til öðru vísi verði fyrir mælt í lög-
um (o: íslenzkum lögum)2). Þetta frumvarp varð
ekki útrætt á þinginu 1881. Þingið 1883 tók og sama
fiumvarp til meðferðar, en ekki varð það lieldur út-
rætt þar3). Því næst kom málið til umræðu og á-
lyktunar í sambandi við stjórnarskrármálið á alþingi
1885. Var þá, sem kunnugt er, samþykt stjórnar-
skrárfrumvarp það, er Benedikl Sveinsson har enn
fram. Þó var sú breyting á gerð um skipun hæsla-
réttar, að samkvæmt 1. gr. í ákvæðum um stundar-
sakir aftan við frumvarpið skyldi hæstiréttur dæma
í íslenzkum málum þar til alþingi og ríkisþing skip-
aði öðru vísi um með lögum, er konungur staðfesti4).
Þetta stjórnarskrárfrumvarp var svo samþykt óbreytt
1886, en synjað konungs staðfestingar. Stjórnar-
skrárfrumvörp Benedikts Sveinssonar gengu síðan öll
i sömu átt.
1) Alþ.tíð. 1871 II, bls. 8. 2) Alþ.tíð. 1881 II, 369—377
(frumvariiið), I, 1084—1090 (umræður). 3) Alþ.tíð. 1883 C., bls.
138—143 (frumvarpið). 4) Alþ.tíð. 1885 C., bls. 119.