Andvari - 01.01.1912, Page 62
24
Æðsta dómsvald
Samhliða stjórnarskrárfrumvarpi sínu bar Bene-
dikt Sveinsson upp sérslakt frumvarp um afnám
dómsvalds hæstaréttar í íslenzkum málum á þinginu
1885. Fyrst ílutli hann þelta frumvarp í neðri deild
sem frumvarp til ahnennra laga1), en forseti neilaði
að taka það upp, með því að hann taldi það fela í
sér breytingu á stjórnarskránni. Síðan var frum-
varpið l)orið upp sem frumvarp til stjórnskipunar-
laga2). Samkvæmt frumvarpinu átti landsyfirdóm-
urinn að verða æðsli dómstóll og svo átti að fjölga
þar dómendum um tvo. Enn fremur stóð svo í frv.,
að leita skyldi samþykkis ríkisþingsins til 1. gr.
frumvarpsins, þess ákvæðis, er afnam dómsvald hæsta-
réttar. Frumvarp þelta var fell í neðri deild með
12 atkv. gegn ll3 *).
Því næsl ílytja þeir Benedikt Sveinsson og Skúli
Thóroddsen frumvarp um afnám dómsvalds hæsta-
réttar í íslenzkum málum á alþingi 1891. Var frum-
varp þetta í 3 greinum, eins og frv. 1885. í 1. gr.
var ákvæði um afnám dómsvalds hæstarétlar, í 2.
gr. um skipun yfirdómsins, fjölgun yíirdómenda um
2, en 3. gr. hljóðaði svo: »Samkvœmt 3. gr. í lögum
um hina sijórnarlegu stöðu íslands i ríkinu 2. jan.
1871 skal leitað samþykkis hins ahnenna löggjajar-
valds rikisins um fyrirmœli þau, er gjörð ern i 1. gr.
þessara lagatd). Frumvarpið var samþyld í neðri deild
með 18 samhljóða atkv.6) í efri deild voru því ekki
veittar svo góðar viðtökur sem i neðri deild, þvi að
í efri deild var það steindrepið0).
1) 1885 C, bls. 326. 2) Sama rit C, bls. 329. 3) Alþ.tíð.
1885 B, 1138 o. s. frv., 1249 o. s. írv. 4) Alþtið. 1891 C, bls.
125 sbr. og 144. 6) Sama rit B, bls. 55—69,111 —125. 6) Sama
rit A, bls. 161—169.