Andvari - 01.01.1912, Síða 63
í islenzkum málum.
25
A næsla þingi, árið 1893 fluUu þeir Skúli Thór-
oddsen, Jón Jakobsson, Jón Jónsson 2. þingm. Fy-
firðinga og Sighvatur Árnason sama frumvarpið1).
Frumvarpinu var enn vel tekið í neðri deild. Við
2. umræðu var það samþykt þar með 17 samhljóða
alkvæðum, og við 3. umræðu með 22 samhljóða at-
kvæðum2). Þegar lil efri deildar kom, var frum-
varpinu nú og vel tekið. Við 2. umræðu var það
samþykt í einu hljóði og við 3. umræðu með 7 at-
kv. gegn 33). Nú voru ýmsir efri deildarmenn með
frumvarpinu, sem greitt höfðu atkvæði gegn því á
þingi 1891.
Stjórnin vildi þó alls ekkert sinna málinu. Ráð-
gjafinn har það ekki einu sinni undir ríkisþingið,
heldur fékk konungsúrskurð, er synjaði því slaðfest-
ingar. Ráðgjafinn bar það fyrir sig, bæði að yfir-
dómurinn íslenzki veitti ekki næga tryggingu fyrir
réttlátum eða löglegum málsúrslitum og auk þess
væri það ekki samræml stjórnskipulegu sambandi
milli landanna, að íslendingar lylu öðrum hæstarétti
en Danir. Hafði Iandsliöfðingi og jafnan mælt móti
framgangi málsins, bæði á þingi og við ráðgjafann4 *).
Sumum þótti nú sem ráðherra hefði verið skylt
að bera frumvarpið upp fyrir ríkisþing Dana, og
spunnust nokkrar umræður um það á þinginu 18956).
Þrátt fyrir þessi forlög frumvarpsins 1893 flutli Sig-
hvatur Árnason enn sama frumvarpið í neðri deild
1) Alþ.tíð. 1893 C, bls. 243 sbr. 302. 308, 365, 381, 384. 2)
Sama rit B, bls. 587—589, 705—710, 816. 3) Sama rit A, bls.
432—437, 519—530, 586—594. 4) Sjá ráðgjafabréf 10. nóv. 1894
(Stjórnartíðiudi 1894 B, bls. 195—196). 5) Alþ.tíð. 1895 B, 669
—674.