Andvari - 01.01.1912, Qupperneq 64
2G
Æðsta dómsvald
alþingis 1895. Var frumvarpið enn samþykt í báð-
um deildum1).
En stjórnin liéll uppteknum hætti, og lagði ekki
þetta frumvarp heldur fyrir ríkisþingið. Var frum-
varpi þessu synjað konungsstaðfestingar alveg á sama
hátt sem frumvarpinu 18932).
Enn llutti Benedikt Sveinsson frumvarp á þingi
1897 um afnám dómsvalds liæstaréttar í íslenzkum
málum. En nú var höfð nokkuð önnur aðferð, því
að annað sérstakt frumvarp ílutti hann um aukn-
ingu dómendatölu í landsyfirdóminum á sama hátt
sem áðui var til ætlast3). Var gamla frumvarpinu því
skift í tvö frumvörp. Astæðan lil þess var sú, að
mönnum leizt óviðkunnanlegt, að lagt yrði fyrir rík-
isþing Dana frumvarp, er hefði að geyma ákvæði
um algert sérmái, eins og skipun landsyfirdómsins
er. í neðri deild var sett nefnd til að íhuga bæði
þessi frumvörp, og voru þau samþykt þar bæði4).
í efri deild dagaði málið uppi5).
Síðan var málinu ekki hreyft á þingi j)angað til
1909. Stjórnskipunarlög 3. okt. 1903 gerðu enga
breylingu á dómsvaldi hæstaréttar í íslenzkum mál-
um. Þó má geta þess í þessu saml)andi, að sam-
kvæmt landsdómslögum nr. 11, 20. okt. 1905 dæmir
hæstiréttur nú ekki ráðherra fyrir embættisafbrot
lians, sbr. I. kafia að framan, lieldur landsdómur.
í uppkasti því til laga um ríkisréttarsamband
íslands og Danmerkur, sem millilandanefndin frá
1907 (meiri hluti hennar) samdi, var svo ákveðið,
1) Alþ.tið. 1895 C, bls. 233 sbr. 303, 337, 397, B, bls. 515—
516, 669—674, 813—824, A, bls. 325—326, 360, 369. 2) Ráð-
gjafabréf 31. des. 1896 (Stjórnartíð. 1896 B, bls. 234—235). 3)
Alþ.tið. 1897 C, bls. 243. 4) Alþ.tíð. 1897 B, bls. 576—577, 1172
—1175, 1372—1375, 1435—1436. 5) Sama rit A, bls. 534.