Andvari - 01.01.1912, Page 66
28
Æðsta dómsvald
hefir verið setl, að danska stjórnin liefir oftast verið
þessari kröfu Þrándur í Gölu. Þrisvar sinnum hefir
hún þó boðið íslendingum að taka æðsta dómsvald-
ið til sin: 1867, 1869 og 1909, en öll skiftin hafa ís-
lendingar hafnað því boði, sakir þess að ýms önnur
ákvæði hafa fylgt með í frumvörpum stjórnarinnar
(og 1908 uppkasti millilandanefndarinnar), sem meiri
hluti alþingis hefir ekki talið fært að samþykkja.
Tvisvar sinnum hafa verið samþykt lög á alþingi
um afnám dómsvalds hæstaréttar í íslenzkum mál-
um, 1893 og 1895, en stjórnin neitað samþykki sínu
bæði skiftin. Frumvörp hafa verið llutt alls á 6
þingum síðan 1874 um málið: 1885,1891,1893,1895,
1897 og 1909, en fjórum sinnum hafa þau verið feld
eða ekki orðið útrædd. Móts'taðan á þingunum hefir
jafnan (til 1897) helzt verið af hendi landshöfðingja
og nokkurra íhaldssamra þingmanna, einkum sumra
konungkjörnu þingmannanna.
IV.
Frá sjónarmiði margra íslendinga mæla flestar
ástæður með því, að æðsta dómsvaldið sé flutt inn
i iandið. Helzlu rökin fyrir því eru þessi:
1. Tungan. Þótt dómendur í liæstarélti eigi að
leggja dóm á íslenzk mál og eftir íslenzkum lögum,
þá er þeim ekki skylt að skilja orð í íslenzkri tungu.
Stjórnarskrá 1874, 4. gr„ þar sem kunnátta i islenzkri
tungu er gerð að skilyrði til embættisgengis hér á
landi, tekur alls ekki til hæstaréttardómenda. Sakir
kunnáttuskorts þeirra i íslenzku máli verður að þýða
á dönsku öll skjöl í máluin þeim, sem til hæstaréttar