Andvari - 01.01.1912, Page 67
í íslenzkum málum.
29
fara. Er oft erfitt eða jafnvel ókleift að ná alveg
þeirri hugmynd, sem í íslenzku orði felst, þegar snúa
skal því á utlent mál. Sakir kunnáttuleysis i íslenzkri
tungu geta hæstaréttardómendur ekki heldur dæmt
eftir íslenzkum lögum, eins og þau eru á frummál-
inu, heldur einungis eftir danskri þýðingu. Um göm-
ul lög eða réttara sagt lög til 1859 skiftir þetta ekki
iniklu máli, því að þau eru ílest uppliaílega útgefin
á dönsku. ()g frá 1859 til 1891 voru íslenzk lög
undirrituð af konungi bæði á íslenzku og dönsku,
og því 2 texlar jafnréttliáir. Og þar dæmir hæsli-
réttur auðvitað eingöngu eftir danska textanum.
Samkvæml lögum 18. sept. 1891 undirritar konungur
nú einungis íslenzka texla laganna, en stjórnin ann-
asl um þýðing þeirra á dönsku. Eftir þessari dönsku
þýðingu, sem ekki hefir alt af verið rétt eða nákvæm,
verður hæstiréttur að dæma. Með því að bæði þýð-
ing skjala og laga getur verið röng eða ónákvæm,
þá getur dómsniðurstaða hæstaréttar, sem á þýðing-
unni er bygð, orðið röng af þeim ástæðum.
Málallutningsmenn í hæslarétti skilja ekki heldur
íslenzkt mál, og getur þella skift máli um flutning
þeirra á málunum.
2. Pekkingarskortur á staðháttum hér og þjóð,
menning liennar og hugsunarhœtti. [Jað er kunnugl
um Dani — og oft verið yfir því kvartað — að þeir
hafa liingað til verið allókunnugir högum íslands.
Gera má ráð fyrir því, að líku máli sé að gegna urn
dómendur og málaflutningsmenn hæstaréttar ogmeg-
inþorra annara mentaðra manna danskra. I'að er
auðvitað dómanda oft hreint og beint skilyrði til
þess að geta metið rélt málavöxtu, að liann þekki