Andvari - 01.01.1912, Side 73
Um heimilisiðnað á Norðurlöndum.
35
En þetta er að eins ofurlítið yíirlit, örstultur út-
dráttur; efnið er slórt, um það mælli rita langt mál,
en til þess brestur mig þekkingu og reynslu. Gæli
þessi litla byrjun mín orðið til þess að brjóla ísinn
og koma öðrum færari á stað, þætli mér betur farið
en heima setið.
I.
Fyrsta spurningin er þá: Hvað er lieimilisiðnað-
ur? Heimilisiðnaður er, í stuttu máli, alt það, er
framleitt er á heimilunum sjálfum, hvort heldur er
til eigin nota, eða sem verzlunarvara. Öll smáat-
vinna, er höfð er í hjáverkum, er heimilisiðnaður.
Heimilisiðnaður er mótsetning verksmiðjuiðnaðar;
þar er varan búin til í slórum stíl, oflast að eins ein
iðngrein í hverri verksmiðju. Eins og milliliður milli
verksmiðjuiðnaðar og lieimilisiðnaðar, stendur heima-
vinna, þ. e. sú vinna, er tekin er heim frá vinnustof-
um; leysir vinnuþegi oftast af hendi ákveðna vinnu
á ákveðnum tíma. Það er t. d. alsiða, að stórar fata-
sölubúðir og búðir, er verzla með allskonar kvenn-
búninga, hali í þjónustu sinni fjölda saumastúlkna, er
leysa af hendi oft bæði vandaða og seinunna vinnu
gegn smánarlega lágu verkkaupi. Þessi alkunna og
illræmda vinnuaðferð, hefir fengið nafnið »Sweating-
system« — og það er þessi »sweated-industry«, er að
mestu fyllir hinar skrautlegu sölubúðir þeirra, er verzla
með allskonar kvenbúninga og annað það prjál, er
skartkonur bera. Sweating-systemið þrífst einkum í
stórborgunum.
Árið 1906 var í Berlín haldin sýning á heima-
vinnu. Vakti hún mikla eftirtekt víðsvegar, því að hún
3*