Andvari - 01.01.1912, Side 75
á Norðurlöndum.
37
legir keppinautar þær eru þeim, er i raun og veru
þarfnast vinnunnar. Slík samkepni á sér víðar slað,
einkum á þeim sviðum er konur starfa á. I Kaup-
mannahöfn (og eJlaust víðar) er t. d. öll vinna við
talsímana launuð svo lágt, að ómögulegt er að lifa
af henni. Astæðan lil þess er sú, að stúlkur frá efn-
uðum heimilum keppa um atvinnuna, við hinar, er
fátækari eru, og lialda vinnulaunum niðri. Svona er
það líka alstaðar með verzlunarfólk, ómögulegl að
fá það bundið samtökum, vegna þess, hve margir
verzlunarmenn- og konur geta unnið fyrir lágu kaupi.
þessi keppni er hið mesta skaðræði, og verður
ekki úlrýml fvr en breyting er orðin á hugarfari
manna. Fyr en sú réttlætistilíinning er vöknuð, að
enginn rnegi taka bitann — vinnuna — frá munni
bágstadds hróður.
Eg hefi ef til vill verið lielzt til langorð um þessa
sweating-industry — það kemur málinu ekki svo
mikið við, þar eð það mun varla þekkjast hér á landi.
Þó mundi varla hægt að gyrða fyrir, að það teygði
klær sínar hingað, smámsaman, eftir því sem bæ-
irnir ykust, ef lieimilisiðnaður væri ekki setlur í svo
fastar skorður og svo haganlega fyrirkomið, að liann
útilokaði lieimavinnuna.
II.
Nú sem stendur er iðnaður vor mjög illa sladdur.
Heimilisiðnaðinum hrakar ár frá ári. Ekki fyrir
sanikeppni frá innlendum verksmiðjum. Þær eru
ennþá fáar til á þeim svæðum, er liann nær yíir. í
stað góðrar innlendrar vinnu kaupa landsmenn út-