Andvari - 01.01.1912, Page 78
40
Um heimilisiðnað
skyldir. Einnig vér íslendingar eigum þar vorn eig-
inn stíl, er í engu er síðri en annara þjóða. Lítnm
t. d. á gamlar ísl. silfursmíðar.
Eg get tilfærl nokkur dæmi þess að gamli list-
iðnaðurinn okkar stendur jafnfætis listiðnaði frænd-
þjóða vorra. Nj'lega kom út fylgirit með enska tíma-
ritinu »Studio«; það nefndist »Peasant arts« (alþj'ðu-
listir), og flulti myndir af fornum alþýðuiðnaði víðs-
vegar að, mest útskurði og vefnaði. Meðal þeirra
voru ýms sýnishorn islenzks útskurðar; og saman-
burður á þessum myndum og myndum af líkum
gripum frá öðrum löndum sýndi, að islenzku grip-
irnir stóðu eigi að baki liinna gripanna. Munir þeir,
er þarna voru sýndir, eru í eigu Norræna safnsins í
Stokkliólmi. Eg hafði svo nokkru seinna tækifæri á
að sjá muniria sjálfa og um leið öll þau kynstur af
heimiiisiðnaði allra Norðurlanda, er Norræna safnið
hefir að geyma. Naut eg þar leiðsögu merkrar konu,
er liefir talsverða sérþekkingu á þessu sviði. Hældi
liún hinum íslenzku munutn og virtist mér hún setja
þá einna hæst. Mér lá við að fara að verða hreyk-
in af hrósinu, en hætti þvi bráðlega. Förunaulur
minn spurði mig sem sé, hvort þessi list væri ekki
liöfð í heiðri hjá oss enn í dag.
Aðra grein listiðnaðar vors má nefna. Hún hefir
vakið eftirtekt og aðdáun annara þjóða. Þessi iðn
er hinn alkunni íslenzki spjaldvefnaður. Flestir munu
kannasl við Dr. M. Lehmann-Fihlés, er var mjög
fróð í íslenzkum fræðum og góður vinur vor íslend-
inga. Dr. L. F. rannsakaði spjaldvefnað ýtarlega og
reit um hann mjög fróðlega ritgerð »Ueber Brettchen-
\veberei«, Berlín 1901. Rekur hún þar sögu lians og