Andvari - 01.01.1912, Side 79
á Norðurlöndum.
41
feril alt í frá Vesturheimi, Austurlöndum, Kákasus og
norður til íslands. En hvergi finst henni jafn mikið
til um spjaldvefnaðinn og hér á landi. »Beri nokk-
urri grein vefnaðar með réttu að kallast list«, segir
Dr. L. F., »er það íslenzka spjaldvefnaðinum«. Svo
hrifin er hún af hagleik þeim, er íslenzkar konur
sýndu í því að hlaða spjöldum sínum.
En hvernig höfum vér gætt þessarar listar? Látið
hana glatast eða því sem næst. Á iðnsýningunni í
fyrra voru aðeins 2 lítil sýnishorn af spjaldofnum
böndum. En þar tók hin útlenda merkiskona af oss
ómakið. Hver, sem vill, getur sjálfkrafa lært spjald-
vefnað eftir hinni afbragðsgreinilegu lýsingu á hon-
um, er hún hefir gelið oss i hók sinni »Ueber Brett-
chenweberei«.
Fleiri íslenzkar hannyrðir má nefna, er nú eru
að mestu fallnar í gleymsku, t. d. allskonar útvefnað,
blómstursaum, glitsaum, knipl, llos o. 11.
Að hinn forni listiðnaður vor liafi jafnmikið
menningargildi fyrir oss og listiðnaður frændþjóða
vorra hefir fyrir þær, um það er engum blöðum að
lletla. Hann á því engu síður tilverurétt hjá oss en
listiðnaður annara þjóða hjá þeim. Það er því sorg-
legt að sjá hann hverfa hröðum fetum, en allskonar
útlendan, lítt smekklegan iðnað fylla það sæti, er lion-
um bæri með réttu. Frændþjóðir vorar sjá og skilja
fyllilega gildi heimilisiðnaðarins og verja árlega miklu fé
og miklum títna til viðreisnar og viðhalds honum.
Má líka víða sjá þess merki, i húsbúnaði og öðru, að
hin forna list er eigi liðin undir lok, að hún er að
risa upp endurfædd, hreinni, fegurri og þjóðlegri en
áður. Einkum eru það Norðmenn og Svíar erbraut