Andvari - 01.01.1912, Page 80
42
Um heimilisiðnað
liafa rutt i þessu efni. Með Dani er nokkuð öðru
máli að gegna, enda er verksmiðjuiðnaður þar marg-
fall meiri en í Noregi og Svíþjóð. Danir eiga líka
tæplega jafn rótgróna alþýðulist og Svíar og Norð-
menn og eru varla gæddir sömu liagleiksgáíu.
En það dylst þessum þjóðum eigi, að endurreisn
þjóðlegs iðnaðar hefir hjá þeim orðið öilug lyftistöng
aukinnar þjóðernislilfinningar og sjálfstæðis. Hjá oss
gæti hann orðið slíkt liið sama. Og alþýðlegur list-
iðnaður glæðir hvarvetna fegurðartilíinning; það er einn
af kostum hans, að hann sjaldan syndgar á móti góð-
um smekk, hvorki í litavali né uppdrætti.
í allri sinni einfeldni ber hann oft vott um opið
auga fyrir því, er vel má fara, leikni í að draga npp
og setja saman liti. Þessa gáfu átlu íslenzkir alþýðu-
menn í fyrri daga. Síðan heimilisiðnaðinum fór að
l'ara aftur, liefir hún lioríið, og er það stór skaði.
Við endurreisn listiðnaðar vors yrði margs að
gæta. Vér yrðum að steypa liarin upp að ýmsu leyti,
laga liann eftir kröfum tímans, er vér lifum á. Eg
el'asl ekki um að listamenn vorir og fræðimenn í
þeirri grein, yrðu fúsir á að rétta oss lijálparliönd.
Pað er kunnara en frá þurfi að segja, hvílíkan styrk
nágrannaþjóðir vorar eiga i þessu efni hjá listamönn-
um sínum. Má þar t. d. nefna Gerh. Munthe, mál-
arann norska, er í mörg ár liefir setið í stjórn norska
heimilisiðnfélagsins og unnið mikið að endurbótum
norsks listiðnaðar.
Markaður yrði varla vandfundinn slíkum iðnaði.
Því að eg geri ráð fyrir, að mikil áherzla yrði lög'ð á
að gera liann þannig úrgarði, að Iiann gæti sem mest
orðið almennings eign. Það væri liægt, ef einstakir