Andvari - 01.01.1912, Page 82
44
Um heimilisiðna
IV.
Þetta, er eg nú heíi talað um, nær þó að eins til
einnar hliðar heimilisiðnaðarins, innlends listiðnaðar.
Önnur og langtum yfirgripsmeiri lilið þessa máls er
sú, er tekur yfir allar þær almennu iðntegundir, er
hafðar verða um hönd með litluin tilkostnaði og í
heimahúsum. Slíkur heimaiðnaður ætti að geta orð-
ið oss mjög svo liappadrjúgur. Hann ætti, ef vel væri
á lialdið, að geta lagt grundvöll, ef ekki almennrar
velmegunar, þá langtum betri efnalegrar afkomu alls
þorra alþýðu en nú er.
Ymsir staðhættir hér á landi tryggja lífsskilyrði
hans. Heimilisiðnaður á hvergi jafn frjósaman akur
og í liinum norðlægu löndunum, þar sem langur vet-
ur og erfiðar samgöngur eru þess valdandi, að fólk er
mikinn tíma árs knúð til að halda kyrru fyrir innan
fjögurra veggja. Öðru máli er að gegna um þau
lönd, er betur liggja við samgöngum og reka mikinn
verksmiðjuiðnað. Þar hefir heimilisiðnaðurinn orðið
að víkja, en að breyling sú, er við það hefir orðið á
liag alþýðunnar, sé til hins belra, um það eru skiftar
skoðanir.
Oss hættir of mjög við að Hta stórum augum á
velmegun annara þjóða og framfarir, og við erurn að
sama skapi gjarnir á að barrna oss yfir fálækt og
eynnl. Vér höfum enga ástæðu til þess. Reynsla
síðustu ára sýnir oss, að þar sein tekið er til starfa
af dugnaði og forsjá, blessast vinnan margfaldlega.
Líturn t. d. á íslenzku botnvörpuútgerðina. Land
vort á ótal framtíðarmöguleika, en það sannast á oss
enn í dag hið fornkveðna, »þú átt svo fátt, af því
þú nýtir ekki smátt«. Vér ættum að hætla að blína