Andvari - 01.01.1912, Síða 84
46
Um heimilisiðnað
námunum í Belgíu. í Bandaríkjum Norður-Ameríku
unnu árið 1907, 1,750,197 börn í verksmiðjum, og í
vefnaðarVerksmiðjunum einurn deyja árlega 80,000
börn af ofreynslu. I þessu ríkasta landi heimsins
telst til, að séu 10,000,000 manna, er eigi vila hvað
J>eir skuli borða þann daginn og eigi liafa þak yfir
höfuðið. Löggjafar landanna reyna á ýmsan hátt að
bæta úr þessu, en hefir ekki tekist það. Að úli-
loka verkamannakonur og börn frá verksmiðjunum,
er ekki gjörlegt; laun heimilisföðurins eru svo lág,
að Jrau hrökkva eigi fjölskyldunni til lífsframfæris.
Það er neyðin, sem rekur konurnar burt l’rá heimil-
unum, og knýr börnin til að eyða uppvaxtarárun-
um í ófiollum verksmiðjum, við vinnu, er dregur úr
andlegum og líkamlegum þroska þeirra.
Þetta eru Jdó aileiðingar hins mikla, »concenli er-
aða« verksmiðjuiðnaðar. Annarsvegarskapar hann ríka
verksmiðjueigendur, en hins vegar ómentaðan og efna-
lega ósjálfstæðan vinnulýð. Eitthvað þessu líkt yrði
ástandið á landi voru, yrði hver foss þess mýldur.
IJað yrði til að auðga einstaka menn, en draga allan
þorra landsmanna niður í örbyrgð og volæði. Máske
eiga slíkar »framfarir« enn þá langt í land hjá oss,
þó ýmsir virðist liugsa, að vér höfum ekkert með
heimilisiðnað að gjöra, vegna þess að nú sé verk-
smiðjuiðnaðaröld að renna upp í landi voru. Hjá
oss heíir haldist, og helzt vonandi, góða, gamla lagið,
J)að að heimilin sjálf framleiði fiest það, er þau þarfn-
ast. Meðan það helzt þurfum vér varla að kvíða
því að lenda í þeim ógöngum, er aðrar þjóðir nú eru
að reyna að losna úr. Því hið »ideala« þjóðfélag er
ekki þar sem vinnuveitandi og vinnuþegi standa hver