Andvari - 01.01.1912, Page 87
á Norðurlöndum.
49
mikil afturför sýnileg. Fátækt jókst meðal alþj'ðunn-
ar og fóllc tók að flykkjast til Ameríku. (Ameríku-
ferðir er eitthvert liið mesta þjóðarböl, er Norðmenn
og Sviar eiga við að stríða. í Svíþjóð situr nefnd á rök-
stólum, til þess að grafast fyrir um orsakir þeirra, og
fmna ráð við þeim). Ymsir góðir menn sáu, að svo búið
mátti ekki standa; hugðu þeir endurreisn heimilis-
iðnaðarins mundu geta komið þessu í samt lag aftur.
Má meðal þeirra lelja Eilert Sundt, er um mörg ár
ferðaðist um Noreg og kynti sér ástandið. Ritaði
liann margt um þelta efni; merkust er bók, er heitir
»Husíliden i Norge« (1867). En E. S. var betur fall-
inn til þess að sjá gallana en finna ráð við þeim; liafði
hann þó góðan hug og mikinn áhuga fyrir málefn-
inu. Starfs hans gætti því lítið, og enn liðu mörg
ár, er ekkert var að gjört.
Það fór fyrst að koma rekspölur á málið, eftir
að »Kunstindustri-museet« í Kristjaníu var sett á
stofn (1876). Það safnaði ekki að eins saman á einn
stað margskonar þjóðlegum iðnaði, heldur tók það
einnig að lialda námskeið í ýmsum greinum hans og
rétta liann við á aflar lundir. Heimilisiðnfélög risu
upp víðsvegar, og um nokkurra ára bil kom út sér-
stakt heimilisiðnblað, »Den norske Husven« (ritstjóri
O. Th. Öde).
En í öllu þessu varð vart sýnilegra áhrifa frá
Sviþjóð. Þar reis upp (1872) liinn nafnkunni slöjd-
skóli á Náás, og állu Norðmenn greiðan aðgang að
honum. Var þá þegar farið að taka upp slöjdkenslu
í ýmsum norskum skólum, og stjórnin slyrkti slöjd-
kennaraefni lil náms. Hafði þetta auðvitað mikla
þýðingu sem undirbúningur undir heimilisiðnaðinn.
Smámsaman mynduðust ýms heimilisiðnfélög til
Andvnri XXXVII. 4