Andvari - 01.01.1912, Page 90
52
Um heimilisiðnað
mismunandi. Alþýða manna hefir lengi liaft orð á
sér fyrir iðni og nægjusemi. Er sérstaklega orð á
því haft um íbúa norðurhéraða landsins. Þar eru
bygðir strjálarog samgöngur voru þar lengi örðugar.
Fólk varð þvi að hjálpa sér sjáli'l og framleiða ílest
það, er það þurl'ti við.
En þó má um mörg héruð í Sviþjóð segja, að
þau eigi sína sérslöku iðnaðargrein. Við Vadstena
eru kendar kniplingar, og ýmiskonar veínaður er
sérkennilegur fyrir Dalina og Skáni.
Verksmiðjuiðnaðurinn reyndist í Svíþjóð, eins og
annarsstaðar, skaðlegur keppinautur heimilisiðnaðar-
ins, og um og eftir miðja 19. öld var afturför í þeirri
grein orðin lalsverð. Um 1870 barst út um landið
hreyfing lil viðhalds lieimilisiðnaðinum.
Hreyfing þessi kom frá hinum nýstofnaða skóla
á Nesi (Náás). Var sá skóli í fyrstu heimilisiðn-
skóli fyrir unglinga, en brátt breyttist stefna hans
og undir sljórn hins nafnkunna skólamanns Otto
Salomons; reis þar upp skóli lianda lcennurum í
skólasmíði (slöjd). Hefir skóli þessi gerl mikið gagn,
ekki að eins heima í föðurlandi sínu, heldur einnig
getið sér orðstír um allan liinn mentaða heim, því
að þangað hefir sótt fólk frá öllum löndum, og munu
fáir dánskir menn jafn víða kunnir og Otto Salomon
(faðir sænska slöjdsins), og fáir staðir í Svíþjóð jafn
viða þektir og Náás.
Árið 1897 var lialdin mikil iðnsýning i Stokk-
lrólmi. Fált vakti þar meiri eftirtekt en heimilis-
iðnaður sá, er þar var sýndur, einkanlega liinn sænski
Sýning þessi var greinilegur vitnisburður um smekk-
vísi og hagleik sænsku þjóðarinnar. Ileimilisiðnað-
ardeildin var sýnd í hinni veglegu byggingu Nor-