Andvari - 01.01.1912, Page 91
á Norðurlöndum.
53
ræna safnsins, er þá var eigi fullgjör. Norræna
safnið í Stokkbólmi er að líkindum hið fullkoninasta
þjóðmenjasafn, er lil er á Norðurlöndum. Gagn það,
er það hefir unnið, með því að auka þekkingu manna
á fornum heimilisiðnaði og glæða áhuga fyrir hon-
um, verður varla tölum talið.
Nú má sjá þess ljós merki í Svíþjóð, að Svíar
meta liinn fagra alþyðu-iðnað sinn, og liafa gerl sér
liann á margan liátt arðberandi. Eru ýms l'élög, er
styrkja það mál, svo sem »Föreningen för svensk
liemslöjd«, form. prins Eugen, »Kulturhistoriska för-
eningen« í Lundi, »Handarhelels Vánner« o. 11. Öfl-
ugasl þessara félaga mun »F. f. s. h.« vera. Árið 1910
voru viðskipti þess 272,000,00 kr. í útsölu félagsins í
Stokkhólmi niá sjá því nær allar hugsanlegar iðn-
greinar saman komnar.
Um Danmörku er i þessu efni minst að segja.
Margt ber lil þess, að heimilisiðnaður Dana hefir
aldrei staðið jafn liátt og lieimilisiðnaður Svía og
Norðmanna. Landið er margfalt þéttbýlla og betur
ræktað en Noregur og Svíþjóð, að Skáni undantek-
inni; veitir því íbúum sínum betri afkomu, og þeir
þurfa síður, eða hafa minni tíma til, að gefa sig við
heimilisiðnaði. Þó hafa Danir ýmsar greinar lieim-
ilisiðnar, er önnur lönd eiga eigi, og höl'ðu í fyrri
daga allmikla alþýðulist. En hér, sem annarsstaðar,
dofnaði yfir heimilisiðnaði alþýðunnar. Árið 1873
var danska Heimilisiðnfélagið stofnað. Hefir það
starfað síðan á ýmsan hátt lil ellingar heimilisiðnaði,
heldur uppi kenslu, sendir úl umferðakennara, held-
ur sýningar og gefur út heimilisiðnaðarrit; nýlur það
í'íílegs styrks úr ríkissjóði (30,000,00 á ári). For-