Andvari - 01.01.1912, Síða 94
56
Um heimilisiðnað
fer. Væri hér eílaust mikið verk að vinua fyrir fé-
lagsskap, ef stofnaður væri, að útvega fólki atvinnu
um vetrartímann.
t*á má í þessu sambandi nefna mál, er ekkert
bæjar- eða sveitafélag ætti að láta afskiftalaust.
Fátækrastyrkur liér á landi nemur árlega bált á
annað 100,000,00. 1908 var sveitarstyrkur 142,623,00.
í Reykjavík einni var fátækrastyrkurinn 1908 26,465,00.
Allur þessi styrkur er líklega greiddur í vörum eða
peningum. Væri nú ekki eins heppilegt, að breyta
þessu, þar sem bægt væri, veila þurfamönnum vinnu,
er gjörði þeim kleift, að hafa ofan af fyrir sér, án
þess að þiggja af sveit? Því slík vinnuveiting ætti
eigi að skoðast sem sveitarstyrkur. Að þelta væri
sveitafélögunum hollari aðferð en sú, er þau nú nota,
liggur 1 augum uppi. Enn farsælli yrði liún þeim, er
hjálparinnar nýtur. Margur er sá fátæklingurinn, er
eigi getur hugsað sér neilt þyngra en að »fara á
sveitina«; væri lionum geíinn kostur á að vinna fyrir
sér sem lengst, tæki hann því fegins Iiendi. Það er
erfitt fyrir margan að leita lil sveitarinnar í fyrsta
sinn, en »vaninn gefur lystina«; loks fer það svo, að
fólki þykir ekkert fyrir því, að varpa allri sinni á-
hyggju á herðar sveitarinnar.
Sveitarstjórnir ættu því að sjá sér hag í því, að
forða fátæklingum sínum sem lengst frá sveitinni, og
öllum sveitarfélögum ætti að vera þannig hátlað, að
enginn, er vinnu þarfnaðist, leilaði árangurslaust til
fátækrastjórna eftir vinnu.
í þessu efni gætum vér ellaust hagnýtt okkur
norska »Selvhjælp«fyrirkomulagið, er eg gat um áður.